Tiger fékk fimm fugla á seinni níu | Þrír Ítalir á meðal efstu manna Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2014 12:47 Tiger Woods rétti úr kútnum. vísir/getty Tiger Woods hefur lokið leik á fyrsta hring á opna breska meistaramótinu í golfi, en hann spilaði á þremur höggum undir pari í dag og er jafn fjórum öðrum kylfingum í áttunda sæti sem stendur. Hann byrjaði illa í dag og fékk tvo skolla á fyrstu tveimur holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtu holu og var einu höggi yfir pari eftir fyrri níu í dag. Hlutirnir fóru að ganga betur á seinni níu, en þar fékk Tiger þrjá fugla í röð á 11., 12. og 13. holu og var kominn tveimur höggum undir par. Því fylgdi þó annar skolli á 14. holu. En Tiger fékk svo tvo fugla til viðbótar á 15. og 16. holu og paraði svo síðustu tvær. Samtals lék hann á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Í öðru höggi sínu á 18. braut, sem er par fimm, þurfti hann þrívegis að hætta við vegna ljósmyndara sem tók myndir í hvert sinn sem Tiger gerði sig líklegan til að slá. Það líkaði honum illa. Höggið rataði á endanum í erfiða glompu við 18. flötina en Tiger lyfti sér upp úr henni og bjargaði pari.Matteo Manasero er að spila vel.vísir/gettyÞrír Ítalir eru á meðal efstu manna en MatteoManassero spilaði fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla og tvo skolla á fyrsta hring. Þá eru Molinari-bræður, þeir Edoardo og Francesco, báðir á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring líkt og Bandaríkjamaðurinn BrooksKoepka.Rory McIlroy er í miklu stuði, en hann er á sex höggum undir pari eftir 16 holur.Opna breska meistaramótið hófst í dag og verða allir keppnisdagarnir fjórir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Molinari-bræður ræða saman.vísir/getty Golf Tengdar fréttir Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli? 17. júlí 2014 07:00 Tiger rétti úr kútnum eftir erfiða byrjun Fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. 17. júlí 2014 10:37 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods hefur lokið leik á fyrsta hring á opna breska meistaramótinu í golfi, en hann spilaði á þremur höggum undir pari í dag og er jafn fjórum öðrum kylfingum í áttunda sæti sem stendur. Hann byrjaði illa í dag og fékk tvo skolla á fyrstu tveimur holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtu holu og var einu höggi yfir pari eftir fyrri níu í dag. Hlutirnir fóru að ganga betur á seinni níu, en þar fékk Tiger þrjá fugla í röð á 11., 12. og 13. holu og var kominn tveimur höggum undir par. Því fylgdi þó annar skolli á 14. holu. En Tiger fékk svo tvo fugla til viðbótar á 15. og 16. holu og paraði svo síðustu tvær. Samtals lék hann á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Í öðru höggi sínu á 18. braut, sem er par fimm, þurfti hann þrívegis að hætta við vegna ljósmyndara sem tók myndir í hvert sinn sem Tiger gerði sig líklegan til að slá. Það líkaði honum illa. Höggið rataði á endanum í erfiða glompu við 18. flötina en Tiger lyfti sér upp úr henni og bjargaði pari.Matteo Manasero er að spila vel.vísir/gettyÞrír Ítalir eru á meðal efstu manna en MatteoManassero spilaði fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla og tvo skolla á fyrsta hring. Þá eru Molinari-bræður, þeir Edoardo og Francesco, báðir á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring líkt og Bandaríkjamaðurinn BrooksKoepka.Rory McIlroy er í miklu stuði, en hann er á sex höggum undir pari eftir 16 holur.Opna breska meistaramótið hófst í dag og verða allir keppnisdagarnir fjórir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Molinari-bræður ræða saman.vísir/getty
Golf Tengdar fréttir Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli? 17. júlí 2014 07:00 Tiger rétti úr kútnum eftir erfiða byrjun Fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. 17. júlí 2014 10:37 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli? 17. júlí 2014 07:00