Bentley og Rolls Royce bílar rjúka út Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2014 11:23 Rolls Royce Phantom Drophead. Bresku lúxusbílamerkin Bentley og Rolls Royce eiga góða daga um þessar mundir og rjúka bílar beggja fyrirtækjanna beinlínis út. Hjá Bentley stefnir í metár og fór salan upp um 23% á fyrri helmingi ársins. Seldi fyrirtækið 5.254 bíla á þessum 6 mánuðum, en á sama tíma í fyrra voru þeir 4.279. Salan í Kína ber aukninguna að nokkru uppi og jókst t.d. sala Bentley Flying Spur þar um 61%. Salan í báðum Ameríkuálfunum er einnig fantagóð og seldust þar 1.388 bílar og er sá markaður ennþá stærstur hjá Bentley, þó svo Kína sæki mikið á. Í þriðja sæti er Evrópumarkaður og miðausturlönd þar á eftir. Bentley Flying Spur kostar um 150.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 17 milljónir króna. Bentley er eitt af bílamerkjunum í eigu Volkswagen og gengur svo til öllum merkjum þess vel um þessar mundir. Rolls Royce gerði enn betur en Bentley og jók söluna um 33% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins. Seldi Rolls Royce 1.968 bíla, en bílar þeirra seljast á allt að 350.000 dollara, eða 40 milljónir króna. Salan í Evrópu tók mikinn kipp og nam 60% aukningu. Salan í Asíu var einnig góð og nam 40% aukningu. Rolls Royce merkið er í eigu BMW og hjálpaði þýska merkinu að skila methagnaði á fyrri helmingi ársins. Ekki gekk eins vel hjá öðru undirmerki BMW, Mini, en sala Mini bíla minnkaði um 11,4% á fyrri helmingi ársins og taldi 131.896 bíla. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Bresku lúxusbílamerkin Bentley og Rolls Royce eiga góða daga um þessar mundir og rjúka bílar beggja fyrirtækjanna beinlínis út. Hjá Bentley stefnir í metár og fór salan upp um 23% á fyrri helmingi ársins. Seldi fyrirtækið 5.254 bíla á þessum 6 mánuðum, en á sama tíma í fyrra voru þeir 4.279. Salan í Kína ber aukninguna að nokkru uppi og jókst t.d. sala Bentley Flying Spur þar um 61%. Salan í báðum Ameríkuálfunum er einnig fantagóð og seldust þar 1.388 bílar og er sá markaður ennþá stærstur hjá Bentley, þó svo Kína sæki mikið á. Í þriðja sæti er Evrópumarkaður og miðausturlönd þar á eftir. Bentley Flying Spur kostar um 150.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 17 milljónir króna. Bentley er eitt af bílamerkjunum í eigu Volkswagen og gengur svo til öllum merkjum þess vel um þessar mundir. Rolls Royce gerði enn betur en Bentley og jók söluna um 33% á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins. Seldi Rolls Royce 1.968 bíla, en bílar þeirra seljast á allt að 350.000 dollara, eða 40 milljónir króna. Salan í Evrópu tók mikinn kipp og nam 60% aukningu. Salan í Asíu var einnig góð og nam 40% aukningu. Rolls Royce merkið er í eigu BMW og hjálpaði þýska merkinu að skila methagnaði á fyrri helmingi ársins. Ekki gekk eins vel hjá öðru undirmerki BMW, Mini, en sala Mini bíla minnkaði um 11,4% á fyrri helmingi ársins og taldi 131.896 bíla.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent