Fimm sekúndna gleði Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 13:45 Óheppilegt upphaf fyrstu ökuferðar. Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Flestir eiga bíla sína í nokkur ár en til eru þeir sem eiga þá skemur. Það var stór dagur í lífi eiganda þessa fallega Tesla Model S bíls er hann sótti hann til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Gleðin hefur vafalaust verið við völd, en hún var skammvinn. Eigandinn hefur ekki alveg áttað sig á því afli sem er í þessum magnaða bíl, því við fyrstu inngjöf missti hann stjórn á bílnum og ók á skilti fyrir utan höfuðstöðvarnar og skemmdi það ekki minna en bílinn sjálfan. Líklegt má telja að frá því eigandinn lagði af stað á nýja bílnum sínum og þangað til hann var nánast ónýtur hafi liðið um 5 sekúndur og ekki er víst að mörg dæmi séu um skemmri eign á bíl. Vonandi er hann vel tryggður og fær nýtt eintak bráðlega. Nýjum eigendum Tesla Model S bíla skal bent á að þeir eru einkar öflugir og rétt að hefja kynni á þeim með hófsömum hætti.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent