Rúmlega 1.200 loftárásir í vikunni Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 22:06 Vísir/AFP Ísraelsher hefur gert rúmlega 1.200 loftárásir á Gaza svæðinu í vikunni sem nú er að líða. Æðsti yfirmaður hersins segir árásirnar gerðar til að koma í veg fyrir að Hamas samtökin skjóti eldflaugum á Ísrael. Hershöfðinginn Motti Almoz segir að árásum muni fjölga og þá sérstaklega á norðurhluta svæðisins. „Við munum ráðast á það svæði af miklum krafti á næstu 24 klukkutímum.“ Ástæðuna sagði hann vera að fjöldi meðlima Hamas væru á því svæði og hvatti hann íbúa þess til að flýja. Frá Innanríkisráðuneyti Gaza komu þau skilaboð að fólk ætti alls ekki að flýja og halda sér heima. Um væri að ræða sálfræðilegan hernað Ísraelsmanna sem væru að reyna að skapa ringulreið. Skömmu eftir tilkynningu Ísraelshers í dag var gerð loftárás á heimili lögreglustjóra Gaza og segja embættismenn í Palestínu að minnst 18 hafi fallið og 50 særst. Að fjöldi manns hafi verið að yfirgefa mosku á svæðinu eftir kvöldbæn og óttast menn að fólk sé enn fast undir rústunum. Hamas samtökin hafa gert rúmlega 700 eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael og segjast ekki ætla að vera fyrstir til að lýsa yfir vopnahléi. Skutu yfir landamæri Líbanon Nú í kvöld gerði Ísraelsher stórskotaárás á Líbanon, en þeir segja eldflaugum hafa verið skotið þaðan. Engir féllu í árásunum en Ísraelar óttast að vígahópar í Líbanon ætli sér að opna aðra víglínu. Post by Mohammed S Abu Taha. Gasa Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Ísraelsher hefur gert rúmlega 1.200 loftárásir á Gaza svæðinu í vikunni sem nú er að líða. Æðsti yfirmaður hersins segir árásirnar gerðar til að koma í veg fyrir að Hamas samtökin skjóti eldflaugum á Ísrael. Hershöfðinginn Motti Almoz segir að árásum muni fjölga og þá sérstaklega á norðurhluta svæðisins. „Við munum ráðast á það svæði af miklum krafti á næstu 24 klukkutímum.“ Ástæðuna sagði hann vera að fjöldi meðlima Hamas væru á því svæði og hvatti hann íbúa þess til að flýja. Frá Innanríkisráðuneyti Gaza komu þau skilaboð að fólk ætti alls ekki að flýja og halda sér heima. Um væri að ræða sálfræðilegan hernað Ísraelsmanna sem væru að reyna að skapa ringulreið. Skömmu eftir tilkynningu Ísraelshers í dag var gerð loftárás á heimili lögreglustjóra Gaza og segja embættismenn í Palestínu að minnst 18 hafi fallið og 50 særst. Að fjöldi manns hafi verið að yfirgefa mosku á svæðinu eftir kvöldbæn og óttast menn að fólk sé enn fast undir rústunum. Hamas samtökin hafa gert rúmlega 700 eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael og segjast ekki ætla að vera fyrstir til að lýsa yfir vopnahléi. Skutu yfir landamæri Líbanon Nú í kvöld gerði Ísraelsher stórskotaárás á Líbanon, en þeir segja eldflaugum hafa verið skotið þaðan. Engir féllu í árásunum en Ísraelar óttast að vígahópar í Líbanon ætli sér að opna aðra víglínu. Post by Mohammed S Abu Taha.
Gasa Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira