Aukinn kraftur kominn í göngurnar Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2014 14:35 Eggert Herbertsson með fallega morgunveiði í Hólsá Mynd: Rögnvaldur Jónsson Það er greinilega að komast smá kraftur í göngurnar á vatnasvæðinu hjá Hólsá og Rangánum því veiðimenn eru að setja í og sjá töluvert af grálúsugum laxi. Rögnvaldur Örn Jónsson og Eggert Herbertsson skruppu í eina vakt í Hólsá í morgun og náðu 5 löxum á land sem voru 5-9 pund sem tóku allir flugu. Það var mikið líf á svæðinu og augljóslega nokkuð af laxi að ganga sem eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir þá sem eiga bókaða daga þarna á næstunni. það er vaxandi straumur og veiðimenn bíða mjög spenntir eftir því að sjá hverju hann skilar í árnar en eins og greint hefur verið frá bíða menn eftir fyrstu stóru smálaxagöngunum í sumar. Mikið vatn í ánum getur verið einn orsakavaldur að því að þær koma seint en það á þó ekki við í Rangánum þar sem þær eru frekar stöðugar í vatni þá sérstaklega Ytri Rangá. Veiðin í Eystri ánni er að taka vel við sér og veiðin þar stendur í 160 löxum sem er alveg í fínu lagi því hún fer yfirleitt ekki á fullt fyrr en um og eftir stóra júlí strauminn og eftir hann gefur lax verið að ganga í hana og Ytri ánna alveg fram að veiðilokum. Stangveiði Mest lesið 171 lax úr tveimur veiðistöðum við Ásgarð í Soginu Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Frábær veiði í Tungufljóti Veiði Veiddi "skrímsli" í Minnivallalæk Veiði Það er eins og það sé búið að slökkva á vatninu Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði
Það er greinilega að komast smá kraftur í göngurnar á vatnasvæðinu hjá Hólsá og Rangánum því veiðimenn eru að setja í og sjá töluvert af grálúsugum laxi. Rögnvaldur Örn Jónsson og Eggert Herbertsson skruppu í eina vakt í Hólsá í morgun og náðu 5 löxum á land sem voru 5-9 pund sem tóku allir flugu. Það var mikið líf á svæðinu og augljóslega nokkuð af laxi að ganga sem eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir þá sem eiga bókaða daga þarna á næstunni. það er vaxandi straumur og veiðimenn bíða mjög spenntir eftir því að sjá hverju hann skilar í árnar en eins og greint hefur verið frá bíða menn eftir fyrstu stóru smálaxagöngunum í sumar. Mikið vatn í ánum getur verið einn orsakavaldur að því að þær koma seint en það á þó ekki við í Rangánum þar sem þær eru frekar stöðugar í vatni þá sérstaklega Ytri Rangá. Veiðin í Eystri ánni er að taka vel við sér og veiðin þar stendur í 160 löxum sem er alveg í fínu lagi því hún fer yfirleitt ekki á fullt fyrr en um og eftir stóra júlí strauminn og eftir hann gefur lax verið að ganga í hana og Ytri ánna alveg fram að veiðilokum.
Stangveiði Mest lesið 171 lax úr tveimur veiðistöðum við Ásgarð í Soginu Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Frábær veiði í Tungufljóti Veiði Veiddi "skrímsli" í Minnivallalæk Veiði Það er eins og það sé búið að slökkva á vatninu Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði