Frábær veiði í flest öllum hálendisvötnunum Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2014 08:50 Þorsteinn Stefánsson með fallegar bleikjur úr vatni á vesturlandi þar sem hann veiddi í fyrradag Það virðist vera nokkurn veginn sama í hvaða vatni er veitt á hálendinu, þar sem einhverja veiði er að finna, alls staðar virðist vera meira af silung og vænni en oft áður. Eitthvað hefur verið rætt um meinta minni veiði í Veiðivötnum en í fyrra og hafa einhverjir veiðimenn verið að kvarta undan þessu á samfélagsmiðlunum þrátt fyrir að veiðin sé í öllum tölum betri en í fyrra og fleiri stórir fiskar komið þar upp heldur en í fyrra. Vötnin á Landmannaafrétt hafa sömuleiðis gefið fína veiði þó að Ljóti Pollur og Frostastaðavatn séu með mestu veiðina. Arnarvatnsheiðin er búin að vera frábær sem og vötnin á Skagaheiði en þar hafa margir hópar verið með ævintýralega góða veiði og silungurinn er áberandi stærri en síðustu ár. Þetta virðist vera gangurinn í vatnaveiðinni þessa dagana alveg öfugt við laxveiðina sem virðist ekki ennþá vera komin í gang, alla vega ekki í fullann gang. Það er svo komið að veiðimenn sem hafa verið að núlla í einhverjum ánum hafa gjarnan stoppað í vötnum nálægt ánum til að ná í eitthvað í soðið og dæmi eru jafnvel um að menn hafi jafnvel sleppt úr vöktum á rólegum svæðum í laxveiði til að fara bara í silung. Stangveiði Mest lesið Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði
Það virðist vera nokkurn veginn sama í hvaða vatni er veitt á hálendinu, þar sem einhverja veiði er að finna, alls staðar virðist vera meira af silung og vænni en oft áður. Eitthvað hefur verið rætt um meinta minni veiði í Veiðivötnum en í fyrra og hafa einhverjir veiðimenn verið að kvarta undan þessu á samfélagsmiðlunum þrátt fyrir að veiðin sé í öllum tölum betri en í fyrra og fleiri stórir fiskar komið þar upp heldur en í fyrra. Vötnin á Landmannaafrétt hafa sömuleiðis gefið fína veiði þó að Ljóti Pollur og Frostastaðavatn séu með mestu veiðina. Arnarvatnsheiðin er búin að vera frábær sem og vötnin á Skagaheiði en þar hafa margir hópar verið með ævintýralega góða veiði og silungurinn er áberandi stærri en síðustu ár. Þetta virðist vera gangurinn í vatnaveiðinni þessa dagana alveg öfugt við laxveiðina sem virðist ekki ennþá vera komin í gang, alla vega ekki í fullann gang. Það er svo komið að veiðimenn sem hafa verið að núlla í einhverjum ánum hafa gjarnan stoppað í vötnum nálægt ánum til að ná í eitthvað í soðið og dæmi eru jafnvel um að menn hafi jafnvel sleppt úr vöktum á rólegum svæðum í laxveiði til að fara bara í silung.
Stangveiði Mest lesið Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði