Birgir Leifur vann titlana sex á rúmlega tvöfalt lengra tímabili Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. júlí 2014 14:00 Birgir Leifur var eðlilega léttur eftir sigurinn á heimavelli í gær. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, fagnaði sjötta Íslandsmeistaratitli sínum í höggleik á heimavelli í Leirdalnum um helgina, en með sigrinum jafnaði hann árangur ÚlfarsJónssonar og BjörgvinsÞorsteinssonar. Björgvin og Úlfar unnu báðir sex titla á sínum ferlum, en Úlfar er landsliðsþjálfari í dag. Báðir unnu titlana sex á sjö ára tímabili, en Birgir Leifur vann sína sex á 18 ára tímabili. Kemur það vissulega til vegna þess að Birgir Leifur hefur sinnt atvinnumannaferlinum vel og mikið. Björgvin var sá fyrsti sem vann sex titla, en þann fyrsta vann hann 18 ára gamall árið 1971. Loftur Ólafsson hirti af honum titilinn árið eftir, en því fylgdu fimm titlar í röð hjá Björgvin sem er hvergi nærri hættur og var með á sínu 53. Íslandsmóti um helgina. Úlfar var 17 ára gamall þegar hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1986, en hann bætti við öðrum strax árið eftir. Sigurður Sigurðsson stöðvaði sigurhrinu Úlfars í eitt ár, en hann vann svo Íslandsmótið næstu fjögur árin. Úlfar var svo kjörinn kylfingur aldarinnar.Birgir Leifur með fjölskyldunni eftir sigurinn í gær.vísir/daníelBirgir Leifur var tvítugur þegar hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1996, en titilinn vann hann svo ekki aftur fyrr en 2003. Hann varð meistari aftur árið eftir og bætti svo við fjórða titlinum 2010. Birgir Leifur vann fimmta titilinn á Korpu í fyrra og jafnaði við þá Úlfar og Björgvin með sjötta titlinum í gær. Annar merkur kylfingur sem vert er að nefna er MagnúsGuðmundsson úr GA. Hann á að baki fimm Íslandsmeistaratitla (1958, 1963, 1964, 1965 og 1966), og var sá maður sem átti metið yfir lægsta skorið á Íslandsmóti í höggleik þar til í fyrra. Magnús vann einn titla sinna á tíu höggum undir pari, en það met jafnaði Birgir Leifur í fyrra. Birgir Leifur fékk gullið tækifæri til að bæta metið á heimavelli í gær, en missti þriggja metra pútt fyrir pari á 18. flöt og þurfti að sætta sig við skolla. Hann lauk leik á tíu höggum undir pari og deilir metinu með Magnúsi. Birgir Leifur er ekki nema 38 ára gamall og hefur sjaldan verið betri. Það virðist alveg morgunljóst að hann á eftir að bæta öðrum titli í safnið og verða sá sigursælasti frá upphafi. Sjálfur stefnir hann að því, en eftir sigurinn á Korpu í fyrra sagðist hann ætla að vinna þann sjötta á heimavelli í ár og Birgir Leifur stóð við stóru orðin.Sexföldu meistararnir:Björgvin Þorsteinsson 1971 (18 ára)1972 Loftur Ólafsson 1973 1974 1975 1976 1977Úlfar Jónsson 1986 (17 ára) 19871988 Sigurður Sigurðsson 1989 1990 1991 1992Birgir Leifur Hafþórsson 1996 (20 ára) 2003 2004 2010 2013 2014Úlfar Jónsson er landsliðsþjálfari í dag.vísir/daníel Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Meistararnir stefna á atvinnumennsku Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í höggleik. Birgir Leifur varð meistari í sjötta sinn en hann hafði mikla yfirburði í karlaflokki. 28. júlí 2014 08:00 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, fagnaði sjötta Íslandsmeistaratitli sínum í höggleik á heimavelli í Leirdalnum um helgina, en með sigrinum jafnaði hann árangur ÚlfarsJónssonar og BjörgvinsÞorsteinssonar. Björgvin og Úlfar unnu báðir sex titla á sínum ferlum, en Úlfar er landsliðsþjálfari í dag. Báðir unnu titlana sex á sjö ára tímabili, en Birgir Leifur vann sína sex á 18 ára tímabili. Kemur það vissulega til vegna þess að Birgir Leifur hefur sinnt atvinnumannaferlinum vel og mikið. Björgvin var sá fyrsti sem vann sex titla, en þann fyrsta vann hann 18 ára gamall árið 1971. Loftur Ólafsson hirti af honum titilinn árið eftir, en því fylgdu fimm titlar í röð hjá Björgvin sem er hvergi nærri hættur og var með á sínu 53. Íslandsmóti um helgina. Úlfar var 17 ára gamall þegar hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1986, en hann bætti við öðrum strax árið eftir. Sigurður Sigurðsson stöðvaði sigurhrinu Úlfars í eitt ár, en hann vann svo Íslandsmótið næstu fjögur árin. Úlfar var svo kjörinn kylfingur aldarinnar.Birgir Leifur með fjölskyldunni eftir sigurinn í gær.vísir/daníelBirgir Leifur var tvítugur þegar hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1996, en titilinn vann hann svo ekki aftur fyrr en 2003. Hann varð meistari aftur árið eftir og bætti svo við fjórða titlinum 2010. Birgir Leifur vann fimmta titilinn á Korpu í fyrra og jafnaði við þá Úlfar og Björgvin með sjötta titlinum í gær. Annar merkur kylfingur sem vert er að nefna er MagnúsGuðmundsson úr GA. Hann á að baki fimm Íslandsmeistaratitla (1958, 1963, 1964, 1965 og 1966), og var sá maður sem átti metið yfir lægsta skorið á Íslandsmóti í höggleik þar til í fyrra. Magnús vann einn titla sinna á tíu höggum undir pari, en það met jafnaði Birgir Leifur í fyrra. Birgir Leifur fékk gullið tækifæri til að bæta metið á heimavelli í gær, en missti þriggja metra pútt fyrir pari á 18. flöt og þurfti að sætta sig við skolla. Hann lauk leik á tíu höggum undir pari og deilir metinu með Magnúsi. Birgir Leifur er ekki nema 38 ára gamall og hefur sjaldan verið betri. Það virðist alveg morgunljóst að hann á eftir að bæta öðrum titli í safnið og verða sá sigursælasti frá upphafi. Sjálfur stefnir hann að því, en eftir sigurinn á Korpu í fyrra sagðist hann ætla að vinna þann sjötta á heimavelli í ár og Birgir Leifur stóð við stóru orðin.Sexföldu meistararnir:Björgvin Þorsteinsson 1971 (18 ára)1972 Loftur Ólafsson 1973 1974 1975 1976 1977Úlfar Jónsson 1986 (17 ára) 19871988 Sigurður Sigurðsson 1989 1990 1991 1992Birgir Leifur Hafþórsson 1996 (20 ára) 2003 2004 2010 2013 2014Úlfar Jónsson er landsliðsþjálfari í dag.vísir/daníel
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Meistararnir stefna á atvinnumennsku Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í höggleik. Birgir Leifur varð meistari í sjötta sinn en hann hafði mikla yfirburði í karlaflokki. 28. júlí 2014 08:00 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07
Meistararnir stefna á atvinnumennsku Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í höggleik. Birgir Leifur varð meistari í sjötta sinn en hann hafði mikla yfirburði í karlaflokki. 28. júlí 2014 08:00
Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00