Næringarríkur og hollur safi án allrar sætu sem er frábær til þess að byrja daginn með. Ekki er nauðsynlegt að eiga safapressu fyrir þennan, heldur er nóg að skella öllum hráefnunum í blandara.
Grænn hamingjusafi fyrir einn.
Innihald:
1/2 gúrka
1 bolli spínat
1 bolli romaine salat
1/2 bolli grænkál
1/2 bolli lífrænt kókosvatn
2 ísmolar
1/2 sítróna
Þvoið grænmetið vel og vandlega og setjið öll hráefnin saman í blandarann, kreistið sítrónuna út í lokin. Blandið saman á hæstu stillingu og drekkið strax.
Njótið!
Grænn hamingjusafi fyrir helgina
