Ennþá mikið vatn í Hörgá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2014 00:01 Mynd: www.svak.is Ein af skemmtilegri silungsám á norðurlandi, Hörgá, er ennþá mjög vatnsmikil enda er snjóbráð mikil þessa dagana í hlýindunum fyrir norðan. Það er ennþá nokkur snjór mjög neðarlega í giljum og brekkum fyrir norðan og nyrst á Tröllaskaga er ennþá mikil snjór í fjöllum. Þetta gerir það að verkum að árnar sem fá snjóbráð eru mjög vatnsmiklar og fljótar í lit ef það verður mjög hlýtt. Veiðin þar af leiðandi er búin að vera mjög róleg t.d. í Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará en veiðin í júlí en yfirleitt meira en helmingur af sumarveiðinni. En ekki líta á þetta sem vonlausa stöðu eða fiskleysi, þvert á móti. Þeir sem eiga bókað leyfi í ágúst þegar snjóbráðin fer að minnka ættu að vera í toppmálum því þegar árnar hreinsa sig og lækka fer bleikjan oft í feyknarlega gott tökustuð og þá er ekkert leiðinlegt að vera við bakkana þar nyrðra. Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði
Ein af skemmtilegri silungsám á norðurlandi, Hörgá, er ennþá mjög vatnsmikil enda er snjóbráð mikil þessa dagana í hlýindunum fyrir norðan. Það er ennþá nokkur snjór mjög neðarlega í giljum og brekkum fyrir norðan og nyrst á Tröllaskaga er ennþá mikil snjór í fjöllum. Þetta gerir það að verkum að árnar sem fá snjóbráð eru mjög vatnsmiklar og fljótar í lit ef það verður mjög hlýtt. Veiðin þar af leiðandi er búin að vera mjög róleg t.d. í Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará en veiðin í júlí en yfirleitt meira en helmingur af sumarveiðinni. En ekki líta á þetta sem vonlausa stöðu eða fiskleysi, þvert á móti. Þeir sem eiga bókað leyfi í ágúst þegar snjóbráðin fer að minnka ættu að vera í toppmálum því þegar árnar hreinsa sig og lækka fer bleikjan oft í feyknarlega gott tökustuð og þá er ekkert leiðinlegt að vera við bakkana þar nyrðra.
Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði