Biður fólk um að dæma ekki Ísraela Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2014 11:09 "Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“ vísir/afp „Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“ Gasa Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
„Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“
Gasa Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira