Dásamlegir grænmetisréttir á Instagram Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 22. júlí 2014 11:00 Vísir/Getty Hér koma 5 mismunandi síður af smáforritinu Instagram, en þar er að finna fjöldan allan af girnilegum uppskriftum og ljósmyndum af hollum grænmetisréttum.Milkingalmonds Dásamlega fallegar og stílhreinar myndir af girnilegu grænmetisfæði frá danska ljósmyndaranum Trine Rank. Hún heldur einnig úti heimasíðunni milkingalmonds en þar er að finna uppskriftirnar af réttunum hennar sem birtast á Instagram. Trine leggur áherslu á réttirnir séu aðgengilegir og bragðgóðir. @milkingalmonds á InstagramFelt by heart Morgunverður hefur sjaldan verið jafn girnilegur, mikil áhersla er lögð á ferska ávexti og gómsæta drykki. Hin portúgalska Joana Nobre Silva er grafískur hönnuður og á heiðurinn að síðunni. Fallegar og líflegar myndir af fallegum og hollum mat. Eina reglan hjá henni er að réttirnir séu án allra viðbættra sætu og aukaefna.@feltbyheart á InstagramOrganic and Happy Eins og nafnið gefur til kynna er megináhersla lögð á lífrænan mat. Eigandi þess, Natasha Kadami var búin að glíma við átröskun og kvíða í 7 ár þegar hún loks náði bata frá sjúkdómum sínum og ákvað að skrásetja á Instagram nýja lístílinn og mataræðið sem kallast 80/10/10. Fallegar myndir sem sem hún tekur sjálf á heimili sínu í suður Kaliforníu.@organicandhappy á InstagramGreen Kitchen Stories David Frenkel er hugmyndasmiður @gkstories á Instagram en hann og kærasta hans halda úti sænska blogginu Green Kitchen Stories. Fallegar myndir af girnilegum og orkuríkum grænmetisréttum, margar uppskriftirnar eru vegan og flestar þeirra glútenfríar.@gkstories á InstagramNutrition stripped Vönduð síða sem McKel Hill frá Nashville í Bandaríkjunum á heiðurinn af. Hún setur inn myndir af ferskum grænmetismat og djúsum og vill sýna fram á að grænmetisætur borði ekki bara kálblöð og gulrætur. Það sem er einstakt við við hennar síðu að hún setur fram mikinn fróðleik um næringarlegt gildi hráefnana sem hún notar í réttina og heilsufarslegan ávinning þeirra.@nutritionstripped á Instagram Heilsa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið
Hér koma 5 mismunandi síður af smáforritinu Instagram, en þar er að finna fjöldan allan af girnilegum uppskriftum og ljósmyndum af hollum grænmetisréttum.Milkingalmonds Dásamlega fallegar og stílhreinar myndir af girnilegu grænmetisfæði frá danska ljósmyndaranum Trine Rank. Hún heldur einnig úti heimasíðunni milkingalmonds en þar er að finna uppskriftirnar af réttunum hennar sem birtast á Instagram. Trine leggur áherslu á réttirnir séu aðgengilegir og bragðgóðir. @milkingalmonds á InstagramFelt by heart Morgunverður hefur sjaldan verið jafn girnilegur, mikil áhersla er lögð á ferska ávexti og gómsæta drykki. Hin portúgalska Joana Nobre Silva er grafískur hönnuður og á heiðurinn að síðunni. Fallegar og líflegar myndir af fallegum og hollum mat. Eina reglan hjá henni er að réttirnir séu án allra viðbættra sætu og aukaefna.@feltbyheart á InstagramOrganic and Happy Eins og nafnið gefur til kynna er megináhersla lögð á lífrænan mat. Eigandi þess, Natasha Kadami var búin að glíma við átröskun og kvíða í 7 ár þegar hún loks náði bata frá sjúkdómum sínum og ákvað að skrásetja á Instagram nýja lístílinn og mataræðið sem kallast 80/10/10. Fallegar myndir sem sem hún tekur sjálf á heimili sínu í suður Kaliforníu.@organicandhappy á InstagramGreen Kitchen Stories David Frenkel er hugmyndasmiður @gkstories á Instagram en hann og kærasta hans halda úti sænska blogginu Green Kitchen Stories. Fallegar myndir af girnilegum og orkuríkum grænmetisréttum, margar uppskriftirnar eru vegan og flestar þeirra glútenfríar.@gkstories á InstagramNutrition stripped Vönduð síða sem McKel Hill frá Nashville í Bandaríkjunum á heiðurinn af. Hún setur inn myndir af ferskum grænmetismat og djúsum og vill sýna fram á að grænmetisætur borði ekki bara kálblöð og gulrætur. Það sem er einstakt við við hennar síðu að hún setur fram mikinn fróðleik um næringarlegt gildi hráefnana sem hún notar í réttina og heilsufarslegan ávinning þeirra.@nutritionstripped á Instagram
Heilsa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið