Áhorfandi reyndi ítrekað að trufla Rory 21. júlí 2014 15:02 McIlroy bendir mótshöldurum á manninn sem truflaði hann. AP/Getty Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“ Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira