Með um 40 bleikjur á morgunvakt í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2014 11:20 Jedarinn með tvær fallegar bleikjur úr afla gærdagsins Mynd: KL Það var mikið fjölmenni veiðimanna og útivistarfólks við Þingvallavatn í gær enda veðurblíðan með eindæmum góð. Það var ekki hlaupið að því að fá bílastæði við vatnið, hvorki við veiðistaði eða annars staðar, svo mikill var fjöldinn við vatnið í gær. Frá morgni og til um klukkan þrjú var logn og hiti um 20 gráður sem sólarunnendur og veiðimenn kunni vel að meta, meira að segja bleikjan í vatninu virtist komast í gang því veiðin var ágæt hjá flestum. Einn veiðimaður stóð þó klárlega uppúr þegar hann gekk að bílastæðinu frá veiðistaðnum sínum klyfjaður fallegum 2-4 punda bleikjum sem fyllti tvo netpoka. Þessi knái veiðimaður heitir Jedarinn Kongasanan og er orðinn vel þekktur fyrir góð aflabrögð við vatnið. Samtals náði hann um 40 bleikjum á land fyrir klukkan 10 um morguninn sem allar tóku svarta púpu með kúluhaus. Það var mikið líf á öllum veiðistöðum í gær og veiðimenn stóðu á öllum lausum töngum og stundum voru 4-5 stangir allar með fisk á í einu. Bleikjan var líka að taka þurrflugu framan af degi en mikil vök var víða og oft vænar bleikjur á ferðinni sem syntu alveg upp við hraða land. Stangveiði Mest lesið Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði hrynur í Þjórsá Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði
Það var mikið fjölmenni veiðimanna og útivistarfólks við Þingvallavatn í gær enda veðurblíðan með eindæmum góð. Það var ekki hlaupið að því að fá bílastæði við vatnið, hvorki við veiðistaði eða annars staðar, svo mikill var fjöldinn við vatnið í gær. Frá morgni og til um klukkan þrjú var logn og hiti um 20 gráður sem sólarunnendur og veiðimenn kunni vel að meta, meira að segja bleikjan í vatninu virtist komast í gang því veiðin var ágæt hjá flestum. Einn veiðimaður stóð þó klárlega uppúr þegar hann gekk að bílastæðinu frá veiðistaðnum sínum klyfjaður fallegum 2-4 punda bleikjum sem fyllti tvo netpoka. Þessi knái veiðimaður heitir Jedarinn Kongasanan og er orðinn vel þekktur fyrir góð aflabrögð við vatnið. Samtals náði hann um 40 bleikjum á land fyrir klukkan 10 um morguninn sem allar tóku svarta púpu með kúluhaus. Það var mikið líf á öllum veiðistöðum í gær og veiðimenn stóðu á öllum lausum töngum og stundum voru 4-5 stangir allar með fisk á í einu. Bleikjan var líka að taka þurrflugu framan af degi en mikil vök var víða og oft vænar bleikjur á ferðinni sem syntu alveg upp við hraða land.
Stangveiði Mest lesið Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði hrynur í Þjórsá Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði