Rory McIlroy stóðst pressuna og sigraði Opna breska Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2014 17:30 Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy stóðst áhlaup Sergio Garcia á seinasta hring Opna breska Meistaramótsins í golfi og tryggði sér Silfurkönnuna eftirsóttu. Rory var með sex högga forystu fyrir daginn í dag eftir að hafa leikið óaðfinnanlegt golf fyrstu þrjá keppnisdaga mótsins. Garcia gerði harða atlögu að forystu Rory á lokahringnum og náði þrisvar að minnka niður í tvö högg en alltaf náði Rory að halda spænska kylfingnum í ágætri fjarlægð. Góð frammistaða Rory á fyrstu þremur dögum mótsins varð á endanum það sem skóp sigurinn en Garcia náði að minnka forskot Rory um fjögur högg á lokadegi mótsins. Það var hinsvegar of seint og fagnaði McIlroy sigrinum á síðustu holu vallarins með pari. Var þetta þriðji stórmeistaratitill Rory á ferlinum en hann hefur nú unnið PGA meistaramótið, opna bandaríska- og Opna breska meistaramótið og er Mastersmótið eina stórmótið sem kylfingnum vantar í safnið. Fyrir sigur sinn á mótinu fær McIlroy rúmlega 150 milljónir íslenskra króna í vasann en faðir hans vann tæplega fjörutíu milljónir punda á sigri Rory fyrir veðmál sem hann gerði fyrir tíu árum síðan. Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy stóðst áhlaup Sergio Garcia á seinasta hring Opna breska Meistaramótsins í golfi og tryggði sér Silfurkönnuna eftirsóttu. Rory var með sex högga forystu fyrir daginn í dag eftir að hafa leikið óaðfinnanlegt golf fyrstu þrjá keppnisdaga mótsins. Garcia gerði harða atlögu að forystu Rory á lokahringnum og náði þrisvar að minnka niður í tvö högg en alltaf náði Rory að halda spænska kylfingnum í ágætri fjarlægð. Góð frammistaða Rory á fyrstu þremur dögum mótsins varð á endanum það sem skóp sigurinn en Garcia náði að minnka forskot Rory um fjögur högg á lokadegi mótsins. Það var hinsvegar of seint og fagnaði McIlroy sigrinum á síðustu holu vallarins með pari. Var þetta þriðji stórmeistaratitill Rory á ferlinum en hann hefur nú unnið PGA meistaramótið, opna bandaríska- og Opna breska meistaramótið og er Mastersmótið eina stórmótið sem kylfingnum vantar í safnið. Fyrir sigur sinn á mótinu fær McIlroy rúmlega 150 milljónir íslenskra króna í vasann en faðir hans vann tæplega fjörutíu milljónir punda á sigri Rory fyrir veðmál sem hann gerði fyrir tíu árum síðan.
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira