Kveikt á Friðarsúlunni í minningu fórnarlamba á Gasa Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 12:31 Vísir/Vilhelm Minningar- og friðarstund verður haldin í Viðey fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gaza í rúst. Friðarsinninn og listamaðurinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðarsúlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga til morguns. Í tilkynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísrael og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendrað þann 7. ágúst næstkomandi.“ Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í tengslum við tendrun friðarljóssins mun Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félagið Ísland – Palestína og UNICEF á Íslandi – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir dagskrá í Viðey þar sem þátttakendur sameinast í ósk um varanlegan frið og minnst verður þeirra mörg hundruð barna sem þegar eru orðin fórnarlömb stríðsins. Siglingar hefjast frá Skarfabakka kl. 18.30 og er ferjugjaldið kr. 1.100. Dagskráin við Viðeyjarstofu hefst kl. 19.30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland – Palestína og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar UNICEF munu flytja stutt ávörp. Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar sjá um tónlistarflutning. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað kl. 20.30. Ljóða- og tónlistardagskrá hefst í Viðeyjarstofu kl. 21.00. Dagskráin ber heitið Tónlist og ljóð leiða von á myrkum tímum og skartar íslenskum og erlendum skáldum og tónlistarmönnum, meðal annars Juan Roman, Kiru Kiru og Mazen Maarouf. Stofan verður opin gestum og gangandi allt kvöldið. Siglingar í land verða á hálftíma fresti frá kl. 21.00 -23.00. Allir eru hvattir til að taka þátt í þessari stund sem helguð er minningu og von um frið – t.a.m. með því að kveikja á kertum og senda skilaboð á samfélagsmiðlum og á vefsvæðinu www.imaginepeacetower.com, þar sem friðarljósinu verður jafnframt sjónvarpað beint. Gasa Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Minningar- og friðarstund verður haldin í Viðey fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gaza í rúst. Friðarsinninn og listamaðurinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðarsúlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga til morguns. Í tilkynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísrael og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendrað þann 7. ágúst næstkomandi.“ Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í tengslum við tendrun friðarljóssins mun Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félagið Ísland – Palestína og UNICEF á Íslandi – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir dagskrá í Viðey þar sem þátttakendur sameinast í ósk um varanlegan frið og minnst verður þeirra mörg hundruð barna sem þegar eru orðin fórnarlömb stríðsins. Siglingar hefjast frá Skarfabakka kl. 18.30 og er ferjugjaldið kr. 1.100. Dagskráin við Viðeyjarstofu hefst kl. 19.30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland – Palestína og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar UNICEF munu flytja stutt ávörp. Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar sjá um tónlistarflutning. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað kl. 20.30. Ljóða- og tónlistardagskrá hefst í Viðeyjarstofu kl. 21.00. Dagskráin ber heitið Tónlist og ljóð leiða von á myrkum tímum og skartar íslenskum og erlendum skáldum og tónlistarmönnum, meðal annars Juan Roman, Kiru Kiru og Mazen Maarouf. Stofan verður opin gestum og gangandi allt kvöldið. Siglingar í land verða á hálftíma fresti frá kl. 21.00 -23.00. Allir eru hvattir til að taka þátt í þessari stund sem helguð er minningu og von um frið – t.a.m. með því að kveikja á kertum og senda skilaboð á samfélagsmiðlum og á vefsvæðinu www.imaginepeacetower.com, þar sem friðarljósinu verður jafnframt sjónvarpað beint.
Gasa Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira