Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 10:29 Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir. Mynd/Boðskipti „Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619 Hestar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
„Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619
Hestar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira