Róleg veiði en margir við bakkann Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2014 08:40 Jóhann með lax sem hann veiddi í vatninu í gærkvöldi Elliðavatn er uppeldisstöð fyrir marga veiðimenn og víst er að þarna við bakkana hafa margir veitt sína fyrstu silunga á veiðiferlinum. Vatnið fór feyknavel af stað í sumar og það voru margir sem veiddu ansi vel í vatninu á vordögum og oft stóra urriða. Þegar leið á júní fór bleikjan að taka vel og það var eftir því tekið að sjaldan hefur veiðst jafn mikið af stórri bleikju í vatninu en algengt var að sjá 3-4 pund bleikjur í afla veiðimanna. Þegar júlí gekk í garð er eins og takan hafi dottið alveg niður og voru veiðimenn sem skeggræddu þetta við vatnið í gær sammála um að þetta væri mjög skrítið. Yfirleitt þegar veðrið er jafn rólegt og fallegt, eins og í gærkvöldi, á að vera uppítaka um allt vatn og reglulega ættu veiðimenn að sjá væna urriða stökkva, en svo var ekki og hefur varla verið um miðsumarið. Það breytir því ekki að fólk fjölmennir við vatnið og þeir sem þekkja vatnið vel gera ágætisveiði. Við hittum nokkra reynslubolta við vatnið í gær og fylgdumst með þegar einn lax og vænn urriði var dreginn í land. Jóhann Reynisson hefur veitt vatnið í áratugi og veit hvar þeir liggja. Hann hefur veitt vel í sumar og mest af urriða en náði þó einum fallegum laxi í gærkvöldi. Guðmundur Þór Ásgeirsson var einnig í fiski og tók á skömmum tíma sem við stöldruðum við vænan urriða og bleikju. Ágúst getur oft góður mánuður við Elliðavatn en besti tíminn er eftir sjö á kvöldin og fram í myrkur, þá virðist fiskurinn taka best. Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði
Elliðavatn er uppeldisstöð fyrir marga veiðimenn og víst er að þarna við bakkana hafa margir veitt sína fyrstu silunga á veiðiferlinum. Vatnið fór feyknavel af stað í sumar og það voru margir sem veiddu ansi vel í vatninu á vordögum og oft stóra urriða. Þegar leið á júní fór bleikjan að taka vel og það var eftir því tekið að sjaldan hefur veiðst jafn mikið af stórri bleikju í vatninu en algengt var að sjá 3-4 pund bleikjur í afla veiðimanna. Þegar júlí gekk í garð er eins og takan hafi dottið alveg niður og voru veiðimenn sem skeggræddu þetta við vatnið í gær sammála um að þetta væri mjög skrítið. Yfirleitt þegar veðrið er jafn rólegt og fallegt, eins og í gærkvöldi, á að vera uppítaka um allt vatn og reglulega ættu veiðimenn að sjá væna urriða stökkva, en svo var ekki og hefur varla verið um miðsumarið. Það breytir því ekki að fólk fjölmennir við vatnið og þeir sem þekkja vatnið vel gera ágætisveiði. Við hittum nokkra reynslubolta við vatnið í gær og fylgdumst með þegar einn lax og vænn urriði var dreginn í land. Jóhann Reynisson hefur veitt vatnið í áratugi og veit hvar þeir liggja. Hann hefur veitt vel í sumar og mest af urriða en náði þó einum fallegum laxi í gærkvöldi. Guðmundur Þór Ásgeirsson var einnig í fiski og tók á skömmum tíma sem við stöldruðum við vænan urriða og bleikju. Ágúst getur oft góður mánuður við Elliðavatn en besti tíminn er eftir sjö á kvöldin og fram í myrkur, þá virðist fiskurinn taka best.
Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði