Er þetta flottasta veiðimyndin í sumar? Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2014 18:19 Þetta mun vera alveg nýtt sjónarhorn í veiðimyndum Mynd: Nils Folmer Jorgensen Þrátt fyrir rólega veiði í mörgum ánum er Facebook fullt af myndum af laxveiðimönnum með stóra laxa í fanginu og það er ekki annað en bros að sjá á þessum myndum. Það er ákveðin list að taka fallega mynd af veiðimanni með bráð sína og enn skemmtilegra þegar nýjar leiðir eru farnar í myndatöku, sbr. "æðið" sem gekk yfir landann fyrir ári þegar enginn var maður með mönnum nema hafa "plankað" við einhvern veiðistað. Svo segja menn að ekkert nýtt sé undir sólinni og það sé búið að mynda stórlaxa frá öllum þeim sjónarhornum sem völ er á meira að segja undir yfirborði vatnsins. Svo dettur maður niður á mynd sem sýnir að ennþá má finna nýjar leiðir til að taka myndir í veiði á nýjann og skemmtilegann hátt. Á Facebooksíðu veiðimannsins Nils Folmer Jorgensen sá ég mynd sem er klárlega líkleg til að verða Veiðimynd sumarsins 2014 enda nýstárlegt sjónarhorn notað við myndatökuna og myndin kemur vel út eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hún er tekin í Laxá í Aðaldal þar sem Nils hefur landað mörgum stórlöxunum og fegnir hafa laxarnir fengið að fara aftur í ánna að lokinni myndatöku. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi. Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði
Þrátt fyrir rólega veiði í mörgum ánum er Facebook fullt af myndum af laxveiðimönnum með stóra laxa í fanginu og það er ekki annað en bros að sjá á þessum myndum. Það er ákveðin list að taka fallega mynd af veiðimanni með bráð sína og enn skemmtilegra þegar nýjar leiðir eru farnar í myndatöku, sbr. "æðið" sem gekk yfir landann fyrir ári þegar enginn var maður með mönnum nema hafa "plankað" við einhvern veiðistað. Svo segja menn að ekkert nýtt sé undir sólinni og það sé búið að mynda stórlaxa frá öllum þeim sjónarhornum sem völ er á meira að segja undir yfirborði vatnsins. Svo dettur maður niður á mynd sem sýnir að ennþá má finna nýjar leiðir til að taka myndir í veiði á nýjann og skemmtilegann hátt. Á Facebooksíðu veiðimannsins Nils Folmer Jorgensen sá ég mynd sem er klárlega líkleg til að verða Veiðimynd sumarsins 2014 enda nýstárlegt sjónarhorn notað við myndatökuna og myndin kemur vel út eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hún er tekin í Laxá í Aðaldal þar sem Nils hefur landað mörgum stórlöxunum og fegnir hafa laxarnir fengið að fara aftur í ánna að lokinni myndatöku. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi.
Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði