Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans 4. ágúst 2014 17:45 McIlroy fagnar sigrinum á FIrestone í gær. AP/Getty Það er greinilegt að Rory McIlroy er í sínu allra besta formi þessa dagana en í gær sigraði hann á Bridgestone Invitational sem fram fór á Firestone vellinum í Ohio. Með sigrinum skaust McIlroy upp fyrir Adam Scott í efsta sætið á heimslistanum í golfi en hann sigraði einnig á Opna breska meistaramótinu sem fram fór í síðasta mánuði og verður að teljast líklegur til afreka á PGA-meistaramótinu sem fram fer um næstu helgi. McIlroy sagði við fréttamenn eftir hringinn í gær að grunnurinn að sigrinum hafi verið hversu nákvæm og löng upphafshöggin voru hjá honum nánast alla helgina. „Þegar að maður slær svona vel af teig þá fær maður mikið sjálfstraust sem hjálpar manni líka í stutta spilinu. Ég hef sjaldan slegið jafn vel og um helgina og ég gæti ekki verið ánægðari með afraksturinn.“ Þá segir McIlroy að það sé ljúft að vera kominn í efsta sæti heimslistans á ný. „Mér líður eins og það sé mjög langt síðan ég var í efsta sæti heimslistans og það er frábært að vera orðinn efstur aftur. Vonandi næ ég að halda mér sem lengst á toppnum.“ Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það er greinilegt að Rory McIlroy er í sínu allra besta formi þessa dagana en í gær sigraði hann á Bridgestone Invitational sem fram fór á Firestone vellinum í Ohio. Með sigrinum skaust McIlroy upp fyrir Adam Scott í efsta sætið á heimslistanum í golfi en hann sigraði einnig á Opna breska meistaramótinu sem fram fór í síðasta mánuði og verður að teljast líklegur til afreka á PGA-meistaramótinu sem fram fer um næstu helgi. McIlroy sagði við fréttamenn eftir hringinn í gær að grunnurinn að sigrinum hafi verið hversu nákvæm og löng upphafshöggin voru hjá honum nánast alla helgina. „Þegar að maður slær svona vel af teig þá fær maður mikið sjálfstraust sem hjálpar manni líka í stutta spilinu. Ég hef sjaldan slegið jafn vel og um helgina og ég gæti ekki verið ánægðari með afraksturinn.“ Þá segir McIlroy að það sé ljúft að vera kominn í efsta sæti heimslistans á ný. „Mér líður eins og það sé mjög langt síðan ég var í efsta sæti heimslistans og það er frábært að vera orðinn efstur aftur. Vonandi næ ég að halda mér sem lengst á toppnum.“
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira