Ein með öllu á Akureyri: Hátíðargestir heppnir með veður Bjarki Ármannsson skrifar 2. ágúst 2014 21:04 Ungviðurinn skemmti sér í miðbæ Akureyrar í dag. Vísir/Andri Marinó „Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
„Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira