Bernhard Langer sigrar enn á ný á öldungamótaröðinni 20. ágúst 2014 07:30 Bernhard Langer hefur verið frábær í ár. Getty Bernhard Langer sigraði á sínu fjórða móti á árinu á bandarísku öldungamótaröðinni en hann lék best allra á Opna Dick's Sporting Goods mótinu sem kláraðist um helgina. Hann lék hringina þrjá á En-Joie vellinum á 18 höggum undir pari en Woody Austin og Mark O'Meara deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Langer hefur unnið á 23 öldungamótum á ferlinum en í mótinu um helgina lék hann gallalaust golf og fékk ekki einn einasta skolla. Spilamennska Langer hefur vakið mikla athygli í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í 15 mótum af 16 á öldungamótaröðinni. Þá var hann í toppbaráttunni á Masters fyrr á árinu og telja margir að að Langer eigi að vera í Ryderliði Evrópu í haust. Ryder-fyrirliði evrópska liðsins, Paul McGilnley, hefur gefið það út að það sé ekki útilokað að hann velji kylfing af öldungamótaröðinni í liðið en á henni eru vellirnir styttri og keppnisdagarnir aðeins þrír. Hann segir þó að það sé mjög ólíklegt enda séu margir góðir kylfingar af Evrópumótaröðinni sjálfri sem hann sé að hugsa um sem ekki hafa náð að tryggja sér sæti í liðinu nú þegar. Langer hefur sjálfur gefið út að hann sé nógu góður til þess að berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna á Gleneagles í haust en hann er svo sannarlega að gefa McGinley eitthvað til þess að hugsa um þessa dagana með frammistöðu sinni á golfvellinum. Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bernhard Langer sigraði á sínu fjórða móti á árinu á bandarísku öldungamótaröðinni en hann lék best allra á Opna Dick's Sporting Goods mótinu sem kláraðist um helgina. Hann lék hringina þrjá á En-Joie vellinum á 18 höggum undir pari en Woody Austin og Mark O'Meara deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Langer hefur unnið á 23 öldungamótum á ferlinum en í mótinu um helgina lék hann gallalaust golf og fékk ekki einn einasta skolla. Spilamennska Langer hefur vakið mikla athygli í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í 15 mótum af 16 á öldungamótaröðinni. Þá var hann í toppbaráttunni á Masters fyrr á árinu og telja margir að að Langer eigi að vera í Ryderliði Evrópu í haust. Ryder-fyrirliði evrópska liðsins, Paul McGilnley, hefur gefið það út að það sé ekki útilokað að hann velji kylfing af öldungamótaröðinni í liðið en á henni eru vellirnir styttri og keppnisdagarnir aðeins þrír. Hann segir þó að það sé mjög ólíklegt enda séu margir góðir kylfingar af Evrópumótaröðinni sjálfri sem hann sé að hugsa um sem ekki hafa náð að tryggja sér sæti í liðinu nú þegar. Langer hefur sjálfur gefið út að hann sé nógu góður til þess að berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna á Gleneagles í haust en hann er svo sannarlega að gefa McGinley eitthvað til þess að hugsa um þessa dagana með frammistöðu sinni á golfvellinum.
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira