Tinna skírði frumburðinn: Föndraði skírnarkertið sjálf Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 12:30 Veðrið lék við mæðgurnar á skírnardaginn. Myndir/KJ photography „Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi. Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
„Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi.
Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30