Golf

Ragnar Már í öðru sæti í Hollandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Kylfingur.is
Ungir íslenskir golfarar eru að gera það gott á áhugamannamóti í Hollandi þessa daganna, en alls eru fimm íslenskir golfararar á mótinu.

Ragnar Már Garðarsson úr GKG hefur spilað best af Íslendingunum, en hann er í öðru sæti, einu höggi á eftir Hollendingnum, Lars van Meijel sem er í efsta sætinu. Ragnar Már er ekki einn í öðru sætinu því Rowin Caron frá Hollandi er einnig á samtals sex höggum undir pari.

Bjarki Pétursson úr GB er í fjórða sæti einu höggi á eftir Ragnari og Rowin og Gísli Sveinbergsson, GK, er ekki langt undan, en Gísli er samtals á tveimur undir pari.

Ísak Jasonarson, GK, hefur oft spilað betur, en hann hefur spilað á 82 og 91 höggum og rekur lestina.

Í kvennaflokki eiga Íslendingar einn keppanda, en það er Ásta Birna Magnúsdóttir sem spilar fyrir golfklúbb í Þýskalandi. Hún er í 25. sæti, en hún hefur leikið á 76 og 83 höggum.

Upplýsingar eru fengnar frá kylfingur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×