Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið 13. ágúst 2014 23:45 Woods hefur alls ekki fundið sig að undanförnu. AP/Getty Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög illa hjá Tiger Woods eftir að hann sneri aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða fjarveru segir Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, að hann sé enn að velta fyrir sér að velja Tiger í liðið. Tiger hefur aðeins spilað í átta mótum á árinu en hann hefur aðeins klárað þrjú þeirra. Þrisvar hefur hann misst af niðurskurðinum og í tveimur öðrum mótum hefur hann þurft að hætta vegna meiðsla. Þá endaði hann jafn í 117. sæti á PGA-meistaramótinu sem kláraðist um síðustu helgi og missti af niðurskurðinum með heilum fimm höggum. Watson, sem fær að velja þrjá kylfinga í liðið, segir þó að það sé enn möguleiki að hann velji Tiger enda sé hann kylfingur sem geti gert gæfumuninn á Gleneagles í haust. „Ég mun halda því opnu að velja hann í liðið, ef hann verður frískur þá væri ég kjáni að velta því ekki fyrir mér.“ „Ég mun vera í sambandi við hann á komandi vikum til þess að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef ég vel hann í liðið mun það hafa jákvæð áhrif á alla hina í liðinu, ég er viss um það. Hann er enn Tiger Woods þrátt fyrir bakaðgerðina.“ Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög illa hjá Tiger Woods eftir að hann sneri aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða fjarveru segir Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, að hann sé enn að velta fyrir sér að velja Tiger í liðið. Tiger hefur aðeins spilað í átta mótum á árinu en hann hefur aðeins klárað þrjú þeirra. Þrisvar hefur hann misst af niðurskurðinum og í tveimur öðrum mótum hefur hann þurft að hætta vegna meiðsla. Þá endaði hann jafn í 117. sæti á PGA-meistaramótinu sem kláraðist um síðustu helgi og missti af niðurskurðinum með heilum fimm höggum. Watson, sem fær að velja þrjá kylfinga í liðið, segir þó að það sé enn möguleiki að hann velji Tiger enda sé hann kylfingur sem geti gert gæfumuninn á Gleneagles í haust. „Ég mun halda því opnu að velja hann í liðið, ef hann verður frískur þá væri ég kjáni að velta því ekki fyrir mér.“ „Ég mun vera í sambandi við hann á komandi vikum til þess að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef ég vel hann í liðið mun það hafa jákvæð áhrif á alla hina í liðinu, ég er viss um það. Hann er enn Tiger Woods þrátt fyrir bakaðgerðina.“
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira