Ekki lent í úlfahjörð ennþá Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2014 15:06 Aníta hefur farið 800 af þúsund kílómetra leið. Mynd af Facebooksíðu Anítu. ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt. Nú er bara markmiðið að klára keppnina og það ætla ég mér að gera.“ Þetta segir Aníta Margrét Aradóttir, sem keppir nú í þúsund kílómetra langri kappreið í Mongólíu. Keppt er á lítið eða ekkert tömdum mongólskum hestum. Mongólskir hestar eiga það sameiginlegt með þeim íslensku að vera álitnir smávaxnir. Umrædd hestategund er talin lítið sem ekkert breytt frá dögum Gengis Khan. Þá eru fleiri hestar í Mongólíu eru en fólk. Hún segist vera orðin þreytt en mun halda kappreiðinni áfram. Viðtal við Anítu var birt á Facebook síðu hennar. „Mig er farið að dreyma um rúm, góðan mat og sturtu. Ég hef bara náð að baða mig tvisvar í ám á leiðinni og það verður yndislegt að komast í sturtu.“ Aníta er nú komin í búðir 23 og hefur lokið um 800 kílómetrum af keppninngi, sem heitir Mongo Derby. Fyrstu sex dagana var hún framarlega í keppninni en Aníta lenti í ógöngum í gær þegar hún fór úr búðum 19 og ruglaðist á GPS tækinu. ,,Þetta var bölvað klúður hjá mér. Ég fór af stað úr búðum 1 ásamt tveimur konum en hestur annarrar þeirra ofþornaðist og þær þurftu að stoppa. Keppnisskapið varð til þess að ég ætlaði að halda ein áfram en bjóst við að þær myndu ná mér því þær eru báðar mjög öflugar. Ég var allt í einu orðin villt í æðislega fallegum dal og ákvað að bjalla eftir hjálp,“ segir Aníta. Um hálftíma seinna kom jeppi með læknum og hjálparliði til hennar þar sem þeir héldu að hún hefði slasast eða veikst. Aníta fékk refsingu fyrir að villast af leið og dómarar vísuðu henni aftur í búðirnar, en þar ákvað hún að bíða eftir fleiri keppendum. „Þetta varð til þess að ég féll talsvert mikið aftur úr en það verður bara að hafa það. Ég ákvað að bíða eftir fleiri keppendum því ég treysti mér ekki ein út á slétturnar aftur. Ég ákvað því að vera í hópi með bresku lífvörðunum í dag. Þeir eru mjög fínir og ef Elísabet Englandsdrottning treystir þeim fyrir lífi sínu þá hlýt ég að geta gert það líka,“ segir hún. Aníta segist aldrei hafa dottið af baki og hún hafi sloppið mjög vel. „Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum hættum nema að víst réðst einn af möngólsku varðhundunum að hestinum mínum sem skelfdist mjög en ég náði að halda mér á baki. Ég hef ekki lent í úlfahjörðum, alla vega ekki ennþá. Það hefur samt ýmislegt gengið á hjá öðrum keppendum.“ Þá segir hún að margir hafi veikst og aðrir hafi slasast, enda margir sem hafa dottið af baki. Einni konu var nærri því rænt af ribböldum út á sléttunni, en hún náði að bjarga sér og kalla eftir hjálp. Aníta hefur grennst töluvert, enda borðaði hún litið annað en harðfisk fyrstu þrjá dagana. Þá segist hún vera mjög þreytt. „Það eru rétt um 200 kílómetrar eftir og ég er staðráðin í að klára þessa kappreið.“ Post by 1000km á villtum hestum í Mongoliu. Hestar Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt. Nú er bara markmiðið að klára keppnina og það ætla ég mér að gera.“ Þetta segir Aníta Margrét Aradóttir, sem keppir nú í þúsund kílómetra langri kappreið í Mongólíu. Keppt er á lítið eða ekkert tömdum mongólskum hestum. Mongólskir hestar eiga það sameiginlegt með þeim íslensku að vera álitnir smávaxnir. Umrædd hestategund er talin lítið sem ekkert breytt frá dögum Gengis Khan. Þá eru fleiri hestar í Mongólíu eru en fólk. Hún segist vera orðin þreytt en mun halda kappreiðinni áfram. Viðtal við Anítu var birt á Facebook síðu hennar. „Mig er farið að dreyma um rúm, góðan mat og sturtu. Ég hef bara náð að baða mig tvisvar í ám á leiðinni og það verður yndislegt að komast í sturtu.“ Aníta er nú komin í búðir 23 og hefur lokið um 800 kílómetrum af keppninngi, sem heitir Mongo Derby. Fyrstu sex dagana var hún framarlega í keppninni en Aníta lenti í ógöngum í gær þegar hún fór úr búðum 19 og ruglaðist á GPS tækinu. ,,Þetta var bölvað klúður hjá mér. Ég fór af stað úr búðum 1 ásamt tveimur konum en hestur annarrar þeirra ofþornaðist og þær þurftu að stoppa. Keppnisskapið varð til þess að ég ætlaði að halda ein áfram en bjóst við að þær myndu ná mér því þær eru báðar mjög öflugar. Ég var allt í einu orðin villt í æðislega fallegum dal og ákvað að bjalla eftir hjálp,“ segir Aníta. Um hálftíma seinna kom jeppi með læknum og hjálparliði til hennar þar sem þeir héldu að hún hefði slasast eða veikst. Aníta fékk refsingu fyrir að villast af leið og dómarar vísuðu henni aftur í búðirnar, en þar ákvað hún að bíða eftir fleiri keppendum. „Þetta varð til þess að ég féll talsvert mikið aftur úr en það verður bara að hafa það. Ég ákvað að bíða eftir fleiri keppendum því ég treysti mér ekki ein út á slétturnar aftur. Ég ákvað því að vera í hópi með bresku lífvörðunum í dag. Þeir eru mjög fínir og ef Elísabet Englandsdrottning treystir þeim fyrir lífi sínu þá hlýt ég að geta gert það líka,“ segir hún. Aníta segist aldrei hafa dottið af baki og hún hafi sloppið mjög vel. „Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum hættum nema að víst réðst einn af möngólsku varðhundunum að hestinum mínum sem skelfdist mjög en ég náði að halda mér á baki. Ég hef ekki lent í úlfahjörðum, alla vega ekki ennþá. Það hefur samt ýmislegt gengið á hjá öðrum keppendum.“ Þá segir hún að margir hafi veikst og aðrir hafi slasast, enda margir sem hafa dottið af baki. Einni konu var nærri því rænt af ribböldum út á sléttunni, en hún náði að bjarga sér og kalla eftir hjálp. Aníta hefur grennst töluvert, enda borðaði hún litið annað en harðfisk fyrstu þrjá dagana. Þá segist hún vera mjög þreytt. „Það eru rétt um 200 kílómetrar eftir og ég er staðráðin í að klára þessa kappreið.“ Post by 1000km á villtum hestum í Mongoliu.
Hestar Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29
Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43
Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09