Bransadagar RIFF beina sjónum að íslensku hugviti og hæfileikum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 18:00 Ottó Tynes er einn skipuleggjenda RIFF í ár. Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október. RIFF Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október.
RIFF Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira