Top Gear myndar Citroën á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:27 Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent
Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent