Golf

Tvöfaldur sigur Keilis í sveitakeppninni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir var í sigurliði Keilis.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir var í sigurliði Keilis. vísir/daníel
Golfklúbburinn Keilir fagnaði tvöföldum sigri í 1. deild Íslandsmótsins í sveitakeppni í golfi sem kláraðist á Hólmsvelli í Leiru og á Hlíðavelli í dag.

Konurnar lögðu lið GR í úrslitaviðureign með þremur og hálfum vinning gegn einum og hálfum vinning GR-inga, en GKj vann svo GKG í leiknum um þriðja sætið. Leikið var á Hlíðavelli.

Í karlaflokki vann GK 3-2 sigur á Birgi Leif Hafþórssyni og félögum í GKG í spennandi úrslitaviðureign í Leirunni.

Golfklúbbur Borgarness vann Golfklúbb Setbergs í leiknum um þriðja sætið, 3-2.

Sigursveit Keilis í kvennaflokki: Anna Sólveig Snorradóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir, Signý Arnórsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Tinna Jóhannsdóttir og Þórdís Geisdóttir.

Sigursveit Keilis í karlaflokki: Axel Bóasson, Benedikt Árni Harðarson, Benedikt Sveinsson, Birgir Björn Magnússon, Gísli Sveinbergsson, Hennig Darri Þórðarson, Ísak Jasonarsson og Rúnar Arnórsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×