Er þetta fallegasti bíll í heimi? Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2014 13:15 Hér má sjá Jaguar Mark II en hann kom fyrst fram árið 1959 og var í framleiðslu allt til ársins 1967. Mörgum finnst þessi bíll fallegasti bíll sem nokkurntíma hefur verið teiknaður, en hver hefur sinn smekk hvað slíkt varðar. Hann hafði líka margt með sér, var stór og rúmgóður að innan, með öfluga 220 hestafla , 6 strokka og 3,8 lítra vél, einstaklega góðar bremsur og þrátt fyrir að vera frá Jaguar var hann á einstaklega góðu verði. Hann var framleiddur í 83.976 eintökum á þessum 8 árum og að sjálfsögðu mest seldur í heimalandinu Bretlandi. Jaguar Mark II var oft nefndur bíll glæpamannsins, enda rúmaði hann heila glæpaklíku. Um bílinn leika fallegar bogadregnar línur, hann er með feykilangt húdd, framljósin eru kringlótt og að aftan er bogadregin niðurlíona með coupe-lagi. Allt er þetta hluti af uppskrift fallegs bíls og halda margir því fram að aldrei hafi tekist betur til við teikningu bíls. Þó eru liðin meira en hálf öld síðan hann var hannaður. Þessi bíll er nú söfnunargripur og miklu meira virði en upphaflegt kaupverð hans. Bíllinn sem sést á meðfylgjandi mynd er lækkaður um 3 cm, á öðrum teinafelgum en upphaflega og með loftinntök fyrir neðan framstuðarann, sem ekki voru í upprunanlegu gerð hans. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Hér má sjá Jaguar Mark II en hann kom fyrst fram árið 1959 og var í framleiðslu allt til ársins 1967. Mörgum finnst þessi bíll fallegasti bíll sem nokkurntíma hefur verið teiknaður, en hver hefur sinn smekk hvað slíkt varðar. Hann hafði líka margt með sér, var stór og rúmgóður að innan, með öfluga 220 hestafla , 6 strokka og 3,8 lítra vél, einstaklega góðar bremsur og þrátt fyrir að vera frá Jaguar var hann á einstaklega góðu verði. Hann var framleiddur í 83.976 eintökum á þessum 8 árum og að sjálfsögðu mest seldur í heimalandinu Bretlandi. Jaguar Mark II var oft nefndur bíll glæpamannsins, enda rúmaði hann heila glæpaklíku. Um bílinn leika fallegar bogadregnar línur, hann er með feykilangt húdd, framljósin eru kringlótt og að aftan er bogadregin niðurlíona með coupe-lagi. Allt er þetta hluti af uppskrift fallegs bíls og halda margir því fram að aldrei hafi tekist betur til við teikningu bíls. Þó eru liðin meira en hálf öld síðan hann var hannaður. Þessi bíll er nú söfnunargripur og miklu meira virði en upphaflegt kaupverð hans. Bíllinn sem sést á meðfylgjandi mynd er lækkaður um 3 cm, á öðrum teinafelgum en upphaflega og með loftinntök fyrir neðan framstuðarann, sem ekki voru í upprunanlegu gerð hans.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent