Hvaða þrjá tekur Tom Watson með til Skotlands? Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 10:30 Sjö kylfingar úr bandaríska liðinu tóku ísfötuáskoruninni á dögunum. vísir/getty Ryder-bikarinn í golfi fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september og styttist nú í að leikmannahópar Bandaríkjanna og Evrópu verði klárir. Það er fyrir löngu ljóst hvaða níu kylfingar komast í bandaríska liðið samkvæmt stigalistanum, en TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna í ár, á enn eftir að velja þá þrjá síðustu með fyrirliðavalréttinum. Hann tilkynnir endanlega hóp á þriðjudaginn og er Deutsche Bank-meistaramótið sem hefst í dag því síðasta tækifærið til að sýna sig fyrir þá kylfinga sem standa á barmi þess að komast í liðið.Hunter Mahan, sem vann Barclays-mótið um síðustu helgi, þykir nú mjög líklegur til að vera einn af þeim þremur sem Watson velur, en hann var ekki inn í myndinni hjá flestum golfsérfræðingum fyrir síðustu helgi.Tom Watson var fyrirliði í sigurliði Bandaríkjanna á Englandi 1993.vísir/gettyÁ vefsíðu PGA-mótaraðarinnar eru fimm sérfræðingar fengnir til að spá hvaða þrjá kylfinga Watson mun velja og hvaða tveir aðrir eru inn í myndinni. Allir fimm eru sammála um að Hunter Mahan og KeeganBradley verði valdir, þrír bæta svo við BrandtSnedeker, en einn vill meina að WebbSimpson fái tækifærið og annar að BrendonTodd verði í tólf manna hópnum. Þeir sem eru öruggir í bandaríska liðið eru: Bubba Watson, RickieFowler, JimFuryk, Jimmy Walker, Phil Mickelson, MattKuchar, JordanSpieth, PatrickReed og ZachJohnson. Hverjir sem verða valdir eiga erfitt verkefni fyrir höndum því Evrópa hefur drottnað yfir Ryder-bikarnum undanfarna tvo áratugi. Evrópa er búin að vinna síðustu tvo Ryder-bikara og sjö af síðustu níu frá árinu 1995. Fyrir tveimur árum var bandaríska liðið með örugga forystu fyrir lokadaginn, en tapaði á ótrúlegan hátt í einu eftirminnilegasta móti síðari ára.Útsending frá fyrsta degiDeutsche Bank-meistaramótsins í FedEx-bikarnum hefst á golfstöðinni klukkan 18.30. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ryder-bikarinn í golfi fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september og styttist nú í að leikmannahópar Bandaríkjanna og Evrópu verði klárir. Það er fyrir löngu ljóst hvaða níu kylfingar komast í bandaríska liðið samkvæmt stigalistanum, en TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna í ár, á enn eftir að velja þá þrjá síðustu með fyrirliðavalréttinum. Hann tilkynnir endanlega hóp á þriðjudaginn og er Deutsche Bank-meistaramótið sem hefst í dag því síðasta tækifærið til að sýna sig fyrir þá kylfinga sem standa á barmi þess að komast í liðið.Hunter Mahan, sem vann Barclays-mótið um síðustu helgi, þykir nú mjög líklegur til að vera einn af þeim þremur sem Watson velur, en hann var ekki inn í myndinni hjá flestum golfsérfræðingum fyrir síðustu helgi.Tom Watson var fyrirliði í sigurliði Bandaríkjanna á Englandi 1993.vísir/gettyÁ vefsíðu PGA-mótaraðarinnar eru fimm sérfræðingar fengnir til að spá hvaða þrjá kylfinga Watson mun velja og hvaða tveir aðrir eru inn í myndinni. Allir fimm eru sammála um að Hunter Mahan og KeeganBradley verði valdir, þrír bæta svo við BrandtSnedeker, en einn vill meina að WebbSimpson fái tækifærið og annar að BrendonTodd verði í tólf manna hópnum. Þeir sem eru öruggir í bandaríska liðið eru: Bubba Watson, RickieFowler, JimFuryk, Jimmy Walker, Phil Mickelson, MattKuchar, JordanSpieth, PatrickReed og ZachJohnson. Hverjir sem verða valdir eiga erfitt verkefni fyrir höndum því Evrópa hefur drottnað yfir Ryder-bikarnum undanfarna tvo áratugi. Evrópa er búin að vinna síðustu tvo Ryder-bikara og sjö af síðustu níu frá árinu 1995. Fyrir tveimur árum var bandaríska liðið með örugga forystu fyrir lokadaginn, en tapaði á ótrúlegan hátt í einu eftirminnilegasta móti síðari ára.Útsending frá fyrsta degiDeutsche Bank-meistaramótsins í FedEx-bikarnum hefst á golfstöðinni klukkan 18.30.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira