Ástin krufin á facebook sigga dögg kynfræðingur skrifar 27. ágúst 2014 13:00 Sum pör eru með sameiginlega facebook síðu Facebook hefur varpað samböndum á nýtt stig í allskyns samræðum sem áður þurftu ekki að eiga sér stað. Framhjáhöld, afbrýðissemi, sameiginlegar myndir, að merkja sér myndir, veita aðgang að lykilorðum, skoða tímalínu aftur í tímann, njósnir um sameiginlega vini og gamlar athugasemdir, mega skoða póst hvors annars og hið stóra mál; hvenær skuli skrá sig opinberlega í samband með öðrum facebook notanda. Allt eru þetta mál sem nútímasambönd þurfa að taka afstöðu til. En hvað segja rannsóknir? Um 25% notenda á facebook er með maka sinn á forsíðumyndinni og þeir greindu frá meiri sambandsánægju en þeir sem voru í sambandi en ekki með maka sinn á forsíðumyndinni með sér. 1 af hverjum 5 notendum greindi frá ósætti við maka um opinbera sambandsstöðu viðkomandi á facebook. 8 af hverjum 10 notendum eru með fyrrverandi elskhuga sem hluta af vinahóp sínum á facebook. Makar eyða meiri tíma í að skoða facebook síðu maka síns þegar þeir upplifa afbrýðissemi. Þeir einstaklingar sem hefur verið sagt upp á facebook segjast ekki munu slíta samband á þann hátt í framtíðinni. Þá virðist vera ákveðið munstur sem einstaklingar fara í gegnum þegar sambandsslit verður á facebook. Virkni á facebook verður minni, fyrrverandi er eytt út eða aðgengi hans/hennar takmarkað, fyrrum samskiptum (athugasemdum og myndum) er oft eytt út og sambandsstöðu breytt eða hún alfarið tekin út af síðu viðkomandi. Ef þú ert afbrýðissöm útaf facebook notkun (sem stafar líklega af óöruggi) þá er um að gera að ræða málin. Það að smella saman af ykkur mynd í forsíðumynd mun ekki eitt og sér gera ykkur ánægðari. Eins og alltaf þá eru þetta samræður sem þurfa að eiga sér stað um hvað raunverulega sé í gangi. Heilsa Lífið Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið
Facebook hefur varpað samböndum á nýtt stig í allskyns samræðum sem áður þurftu ekki að eiga sér stað. Framhjáhöld, afbrýðissemi, sameiginlegar myndir, að merkja sér myndir, veita aðgang að lykilorðum, skoða tímalínu aftur í tímann, njósnir um sameiginlega vini og gamlar athugasemdir, mega skoða póst hvors annars og hið stóra mál; hvenær skuli skrá sig opinberlega í samband með öðrum facebook notanda. Allt eru þetta mál sem nútímasambönd þurfa að taka afstöðu til. En hvað segja rannsóknir? Um 25% notenda á facebook er með maka sinn á forsíðumyndinni og þeir greindu frá meiri sambandsánægju en þeir sem voru í sambandi en ekki með maka sinn á forsíðumyndinni með sér. 1 af hverjum 5 notendum greindi frá ósætti við maka um opinbera sambandsstöðu viðkomandi á facebook. 8 af hverjum 10 notendum eru með fyrrverandi elskhuga sem hluta af vinahóp sínum á facebook. Makar eyða meiri tíma í að skoða facebook síðu maka síns þegar þeir upplifa afbrýðissemi. Þeir einstaklingar sem hefur verið sagt upp á facebook segjast ekki munu slíta samband á þann hátt í framtíðinni. Þá virðist vera ákveðið munstur sem einstaklingar fara í gegnum þegar sambandsslit verður á facebook. Virkni á facebook verður minni, fyrrverandi er eytt út eða aðgengi hans/hennar takmarkað, fyrrum samskiptum (athugasemdum og myndum) er oft eytt út og sambandsstöðu breytt eða hún alfarið tekin út af síðu viðkomandi. Ef þú ert afbrýðissöm útaf facebook notkun (sem stafar líklega af óöruggi) þá er um að gera að ræða málin. Það að smella saman af ykkur mynd í forsíðumynd mun ekki eitt og sér gera ykkur ánægðari. Eins og alltaf þá eru þetta samræður sem þurfa að eiga sér stað um hvað raunverulega sé í gangi.
Heilsa Lífið Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið