Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 11:18 Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Eiríksson. Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. Bréf umboðsmanns má sjá neðst í fréttinni (PDF). Umboðsmaður hefur í þriðja bréfi sínu eftir Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, að samskipti hans við ráðherra hafi hafist fljótlega eftir að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi byrjað. Lögreglumenn hafi verið farnir að koma inn í ráðuneytið og óska eftir upplýsingum vegna rannsóknarinnar og tiltekin atriði. Á Stefán að hafa tjáð umboðsmanni að í fyrstu símtölum ráðherra til sín hafi hún undrast á umfangi rannsóknarinnar og hve langt lögreglan gangi. „Og fyrstu athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra eru líklega í símtölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoðarmanni hennar, fá upplýsingar um símagögn og fjölmargt annað. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög viðkvæm gögn,“ segir Stefán að því er umboðsmaður hefur eftir. „Við auðvitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang að þessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman,“ voru orð Hönnu Birnu að því er umboðsmaður hefur eftir Stefáni í bréfinu. Í niðurlagi bréfs umboðsmanns til Hönnu Birnu segir: „Í lýsingu lögreglustjórans á umræddum samskiptum við yður kemur fram að í símtölum og á fundum hafi auk spurninga yðar um tiltekin atriði komið fram athugasemdir í tilefni af tilteknum rannsóknarathöfnum lögreglunnar, eins og um umfang rannsóknarinnar, fyrirvaralausa komu lögreglumanna í ráðuneytið, haldlagningu á tölvu aðstoðarmanns yðar, tímasetningu boðaðrar skýrslutöku af aðstoðarmanninum,. málshraða við rannsóknina auk þess sem gera þyrfti rannsókn á rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu þegar því væri lokið. Ég óska af þessu tilefni eftir að þér skýrið hvernig það að setja fram þessar athugasemdir á sama tíma og þér fóruð með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, samrýmdist hinni óskráðu reglu um sérstakt hæfi og þá að teknu tilliti til lagareglna og sjónarmiða sem ætlað er að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn sakamáls.“Hanna Birna hefur svarað bréfi umboðsmanns eins og lesa má um nánar hér. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. Bréf umboðsmanns má sjá neðst í fréttinni (PDF). Umboðsmaður hefur í þriðja bréfi sínu eftir Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, að samskipti hans við ráðherra hafi hafist fljótlega eftir að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi byrjað. Lögreglumenn hafi verið farnir að koma inn í ráðuneytið og óska eftir upplýsingum vegna rannsóknarinnar og tiltekin atriði. Á Stefán að hafa tjáð umboðsmanni að í fyrstu símtölum ráðherra til sín hafi hún undrast á umfangi rannsóknarinnar og hve langt lögreglan gangi. „Og fyrstu athugasemdirnar sem ég fæ frá ráðherra eru líklega í símtölum þar sem hún er að undra sig yfir umfangi rannsóknarinnar og hvað við erum að ganga langt, að við erum að taka þarna tölvu af aðstoðarmanni hennar, fá upplýsingar um símagögn og fjölmargt annað. Hún er að fara yfir það að þetta séu mjög viðkvæm gögn,“ segir Stefán að því er umboðsmaður hefur eftir. „Við auðvitað látum ykkur fá allt. Þið hafið aðgang að þessu öllu saman en eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman,“ voru orð Hönnu Birnu að því er umboðsmaður hefur eftir Stefáni í bréfinu. Í niðurlagi bréfs umboðsmanns til Hönnu Birnu segir: „Í lýsingu lögreglustjórans á umræddum samskiptum við yður kemur fram að í símtölum og á fundum hafi auk spurninga yðar um tiltekin atriði komið fram athugasemdir í tilefni af tilteknum rannsóknarathöfnum lögreglunnar, eins og um umfang rannsóknarinnar, fyrirvaralausa komu lögreglumanna í ráðuneytið, haldlagningu á tölvu aðstoðarmanns yðar, tímasetningu boðaðrar skýrslutöku af aðstoðarmanninum,. málshraða við rannsóknina auk þess sem gera þyrfti rannsókn á rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu þegar því væri lokið. Ég óska af þessu tilefni eftir að þér skýrið hvernig það að setja fram þessar athugasemdir á sama tíma og þér fóruð með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, samrýmdist hinni óskráðu reglu um sérstakt hæfi og þá að teknu tilliti til lagareglna og sjónarmiða sem ætlað er að tryggja sjálfstæði og hlutlægni þeirra sem fara með rannsókn sakamáls.“Hanna Birna hefur svarað bréfi umboðsmanns eins og lesa má um nánar hér.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41