Skemmtileg vandræði Mickelson | Tringale og Scott á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. ágúst 2014 11:00 Mickelson skemmti áhorfendum þrátt fyrir erfitt gengi vísir/getty Cameron Tringale og Adam Scott eru efstir eftir tvo hringi á fyrsta Fed Ex mótinu sem leikið er á Ridgewood golfvellinum. Engu að síður var það Phil Mickelson sem stal senunni. Tringale lék á þremur undir pari í gær og er alls á átta undir pari líkt og Scott sem lék frábært golf í gær og lék á sex undir pari þrátt fyrir að hafa misst fjölmörg pútt á hringnum. Efsti kylfingur heimslistans, Rory McIlroy lék einnig á sex undir pari í gær og er alls á þremur undir pari eftir erfiðan fyrsta hring. Kylfingur dagsins var þó Phil Mickelson. Hann átti í bullandi vandræðum og rétt slapp í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari eftir að hafa parað fyrsta hringinn. Það voru einmitt vandræði Mickelson á fimmtu holu vallarins sem vöktu hvað mesta athygli. Fimmta holan er stutt par 4 hola. Mickelson ætlaði sér að slá inn á flötina í einu höggi en það gekk ekki betur en svo að hann sló upp í áhorfendastúku. Sjón er sögu ríkari en höggin í og úr stúkunni má sjá í myndbandinu hér að neðan. Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Cameron Tringale og Adam Scott eru efstir eftir tvo hringi á fyrsta Fed Ex mótinu sem leikið er á Ridgewood golfvellinum. Engu að síður var það Phil Mickelson sem stal senunni. Tringale lék á þremur undir pari í gær og er alls á átta undir pari líkt og Scott sem lék frábært golf í gær og lék á sex undir pari þrátt fyrir að hafa misst fjölmörg pútt á hringnum. Efsti kylfingur heimslistans, Rory McIlroy lék einnig á sex undir pari í gær og er alls á þremur undir pari eftir erfiðan fyrsta hring. Kylfingur dagsins var þó Phil Mickelson. Hann átti í bullandi vandræðum og rétt slapp í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari eftir að hafa parað fyrsta hringinn. Það voru einmitt vandræði Mickelson á fimmtu holu vallarins sem vöktu hvað mesta athygli. Fimmta holan er stutt par 4 hola. Mickelson ætlaði sér að slá inn á flötina í einu höggi en það gekk ekki betur en svo að hann sló upp í áhorfendastúku. Sjón er sögu ríkari en höggin í og úr stúkunni má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira