Samdi tónverk úr skjálftunum í Bárðarbungu Bjarki Ármannsson skrifar 20. ágúst 2014 11:47 Halldór lagði lokahöndina á verkið seint í gærkvöldi. Mynd/Eygló Gísladóttir/Skjáskot Áframhaldandi skjálftavirkni í Bárðarbungu veldur mörgum áhyggjum, en reynist öðrum mikill innblástur. Í gær greindi Vísir frá því að Bæring Gunnar Steinþórsson, starfsmaður CCP, hafi sett upp vefsíðu sem kortleggur skjálftana í þrívídd. Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og meðlimur hljómsveitarinnar Sykur, lagði svo seint í gær lokahöndina á tónverk þar sem skjálftunum undanfarna daga er breytt í nótur.Click here to see an English version „Ég semsagt hlusta eftir þessum upplýsingum sem eru aðgengilegar á apis.is,“ segir Halldór um sköpunarverkið. „Svo rúlla ég í gegnum þær í tímaröð. Ég skoða hvar skjálftarnir gerast, hversu djúpir og hversu stórir þeir eru, tengi það við hljóðgjafa sem ég forritaði og hann spilar í raun þessi gildi.“ Þannig tákna djúpu nóturnar í verkinu skjálfta sem áttu sér stað á mikilli dýpt, en háu nóturnar skjálfta nær yfirborðinu. Útkoman er frumlegt og stórskemmtilegt verk sem ber heitið „The sounds of the earthquakes in Bárðarbunga.“ „Tónlist er bara gögn, þannig séð,“ útskýrir Halldór. „Þú getur túlkað fimmtu sinfóníu Beethovens sem gögn, sem eru bara ákveðið háar nótur á ákveðnum tímum. Og jarðskjálftar eru ekkert ósvipaðir.“ Aðspurður segist Halldór ekki vera kominn með heiti á þessa nýju tónlistarstefnu en hann óskar eftir góðum tillögum. „Þetta er mjög gott sem bakgrunnstónlist, ég er búinn að komast að því,“ segir Halldór. „Ég er að vonast eftir því að einhver hljóðfæraleikarinn á Jazzhátíð jafnvel taki þetta og spili yfir þetta. Það væri mjög gaman.“ Hann segir að von sé á meira efni frá „sveitinni,“ enda halda skjálftar áfram í Bárðarbungu. En hvað gerist í tónverkinu ef það gýs að lokum? „Það verða örugglega miklu fleiri nótur. Og kannski bara hávaði,“ segir hann og hlær. „En það verður bara spennandi.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Lið Justins Timberlake hafði samband vegna Bárðarbungu "Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur," segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari. 19. ágúst 2014 13:43 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Kortlagði skjálftana í Bárðarbungu í þrívídd Bæring Gunnar Steinþórsson hefur sett upp vefsíðu sem sýnir virknina í Bárðarbungu í þrívídd. 19. ágúst 2014 15:49 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Skjálftarnir við Bárðarbungu á tíu sekúndum Það er forritarinn og hönnuðurinn Aitor García Rey sem tók myndbandið saman. 19. ágúst 2014 12:24 Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira
Áframhaldandi skjálftavirkni í Bárðarbungu veldur mörgum áhyggjum, en reynist öðrum mikill innblástur. Í gær greindi Vísir frá því að Bæring Gunnar Steinþórsson, starfsmaður CCP, hafi sett upp vefsíðu sem kortleggur skjálftana í þrívídd. Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og meðlimur hljómsveitarinnar Sykur, lagði svo seint í gær lokahöndina á tónverk þar sem skjálftunum undanfarna daga er breytt í nótur.Click here to see an English version „Ég semsagt hlusta eftir þessum upplýsingum sem eru aðgengilegar á apis.is,“ segir Halldór um sköpunarverkið. „Svo rúlla ég í gegnum þær í tímaröð. Ég skoða hvar skjálftarnir gerast, hversu djúpir og hversu stórir þeir eru, tengi það við hljóðgjafa sem ég forritaði og hann spilar í raun þessi gildi.“ Þannig tákna djúpu nóturnar í verkinu skjálfta sem áttu sér stað á mikilli dýpt, en háu nóturnar skjálfta nær yfirborðinu. Útkoman er frumlegt og stórskemmtilegt verk sem ber heitið „The sounds of the earthquakes in Bárðarbunga.“ „Tónlist er bara gögn, þannig séð,“ útskýrir Halldór. „Þú getur túlkað fimmtu sinfóníu Beethovens sem gögn, sem eru bara ákveðið háar nótur á ákveðnum tímum. Og jarðskjálftar eru ekkert ósvipaðir.“ Aðspurður segist Halldór ekki vera kominn með heiti á þessa nýju tónlistarstefnu en hann óskar eftir góðum tillögum. „Þetta er mjög gott sem bakgrunnstónlist, ég er búinn að komast að því,“ segir Halldór. „Ég er að vonast eftir því að einhver hljóðfæraleikarinn á Jazzhátíð jafnvel taki þetta og spili yfir þetta. Það væri mjög gaman.“ Hann segir að von sé á meira efni frá „sveitinni,“ enda halda skjálftar áfram í Bárðarbungu. En hvað gerist í tónverkinu ef það gýs að lokum? „Það verða örugglega miklu fleiri nótur. Og kannski bara hávaði,“ segir hann og hlær. „En það verður bara spennandi.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Lið Justins Timberlake hafði samband vegna Bárðarbungu "Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur," segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari. 19. ágúst 2014 13:43 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Kortlagði skjálftana í Bárðarbungu í þrívídd Bæring Gunnar Steinþórsson hefur sett upp vefsíðu sem sýnir virknina í Bárðarbungu í þrívídd. 19. ágúst 2014 15:49 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Skjálftarnir við Bárðarbungu á tíu sekúndum Það er forritarinn og hönnuðurinn Aitor García Rey sem tók myndbandið saman. 19. ágúst 2014 12:24 Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Lið Justins Timberlake hafði samband vegna Bárðarbungu "Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur," segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari. 19. ágúst 2014 13:43
Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
Kortlagði skjálftana í Bárðarbungu í þrívídd Bæring Gunnar Steinþórsson hefur sett upp vefsíðu sem sýnir virknina í Bárðarbungu í þrívídd. 19. ágúst 2014 15:49
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28
Skjálftarnir við Bárðarbungu á tíu sekúndum Það er forritarinn og hönnuðurinn Aitor García Rey sem tók myndbandið saman. 19. ágúst 2014 12:24
Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27