Kristján og Karen stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 31. ágúst 2014 15:30 Kristján Þór Einarsson. Vísir/Daníel Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja stóðu uppi sem sigurvegarar í Eimskipsmótaröðinni í ár. Þetta var ljóst eftir að síðasta móti ársins,Goðamótinu, lauk á Akureyri í dag. Kristján Þór hafði þegar tryggt sér stigameistaratitilinn í fyrsta sinn á ferlinum en hann hefur einfaldlega verið óstöðvandi á þessu ári. Er hann ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni ásamt því að hafa unnið Einvígið á Nesinu. Það var meiri spenna í kvennaflokknum en staða Karenar var óneitanlega góð fyrir mótið. Hún sat í efsta sæti áður en mótið hófst og þær sem voru í sætunum þar á eftir voru fjarverandi á þessu móti. Aðeins Signý Arnórsdóttir gat ógnað forskoti hennar en hún hefur orðið stigameistari þrjú ár í röð. Kristján Þór lék á fjórum höggum undir pari í dag og í heildina á þremur höggum undir pari sem skaut honum upp fyrir Gísla Sveinbergsson og í fyrsta sætið sem hann hélt út síðustu níu holur mótsins. Karen hafnaði í öðru sæti á eftir Tinnu Jóhannsdóttir en tryggði sér á sama tíma stigameistaratitilinn en eina konan sem gat ógnað forskoti hennar í dag, Signý, lenti í fjórða sæti. Er þetta í fyrsta sinn sem báðir þessir kylfingar sigra á Eimskipsmótaröðinni. Lokastaðan í Goðamótinu var eftirfarandi.Karlaflokkur: 1.sæti : Kristján Þór Einarsson GKJ 73-70-67 = 210 (-3) 2.sæti : Gísli Sveinbergsson GK 70-71-72 = 213 (par) 3.sæti : Bjarki Pétursson GB 70-75-71 = 216 (+3) Kvennaflokkur: 1.sæti : Tinna Jóhannsdóttir GK 75-75-77 = 227 (+14) 2. sæti : Karen Guðnadóttir GS 75+75+81 = 231 (+18) 3. sæti : Sara Margrét Hinriksdóttir GK 78+77+78 = 233 (+20) Golf Tengdar fréttir Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Gísli Sveinbergsson, GK, og Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. 30. ágúst 2014 23:30 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja stóðu uppi sem sigurvegarar í Eimskipsmótaröðinni í ár. Þetta var ljóst eftir að síðasta móti ársins,Goðamótinu, lauk á Akureyri í dag. Kristján Þór hafði þegar tryggt sér stigameistaratitilinn í fyrsta sinn á ferlinum en hann hefur einfaldlega verið óstöðvandi á þessu ári. Er hann ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni ásamt því að hafa unnið Einvígið á Nesinu. Það var meiri spenna í kvennaflokknum en staða Karenar var óneitanlega góð fyrir mótið. Hún sat í efsta sæti áður en mótið hófst og þær sem voru í sætunum þar á eftir voru fjarverandi á þessu móti. Aðeins Signý Arnórsdóttir gat ógnað forskoti hennar en hún hefur orðið stigameistari þrjú ár í röð. Kristján Þór lék á fjórum höggum undir pari í dag og í heildina á þremur höggum undir pari sem skaut honum upp fyrir Gísla Sveinbergsson og í fyrsta sætið sem hann hélt út síðustu níu holur mótsins. Karen hafnaði í öðru sæti á eftir Tinnu Jóhannsdóttir en tryggði sér á sama tíma stigameistaratitilinn en eina konan sem gat ógnað forskoti hennar í dag, Signý, lenti í fjórða sæti. Er þetta í fyrsta sinn sem báðir þessir kylfingar sigra á Eimskipsmótaröðinni. Lokastaðan í Goðamótinu var eftirfarandi.Karlaflokkur: 1.sæti : Kristján Þór Einarsson GKJ 73-70-67 = 210 (-3) 2.sæti : Gísli Sveinbergsson GK 70-71-72 = 213 (par) 3.sæti : Bjarki Pétursson GB 70-75-71 = 216 (+3) Kvennaflokkur: 1.sæti : Tinna Jóhannsdóttir GK 75-75-77 = 227 (+14) 2. sæti : Karen Guðnadóttir GS 75+75+81 = 231 (+18) 3. sæti : Sara Margrét Hinriksdóttir GK 78+77+78 = 233 (+20)
Golf Tengdar fréttir Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Gísli Sveinbergsson, GK, og Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. 30. ágúst 2014 23:30 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Gísli Sveinbergsson, GK, og Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. 30. ágúst 2014 23:30