Slökkviliðið hvetur íbúa til þess að losa vel frá niðurföllum enda hafi það ekki mannskap til að koma öllum til bjargar.
Gísli Sigurður, íbúi í Kópavogi, fór á stjá í morgun og tók meðfylgjandi myndband sem lýsir vel vatnsmagninu á götum Kópavogs.
Neyðarlínan biðlar til almennings að hreinsa vel frá niðurföllum svo að rigningarvatn komist örugglega niður.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að sinna mörgum útköllum það sem af er degi vegna vatnsleka í íbúðarhúsum, aðallega í Hátúni.