Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Anton Ingi Leifsson skrifar 30. ágúst 2014 23:30 Vísir/Gsimyndir.net Gísli Sveinbergsson, GK, Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. Gísli Sveinbergsson, kylfingurinn efnilegi úr GK, er í fyrsta sæti hjá körlunum eftir fyrstu tvo hringina, en Gísli er að berjast um að hirða annað sætið á stigamótaröðinni. Gísli hefur samtals leikið hringina tvo samtals á einu höggi undir pari; 70 og 71. Næstir koma þeir Andri Már Óskarsson, GHR, og stigameistarinn Kristján Þór Einarsson, GKJ, en þeir eru báðir á samtals 143 höggum, einu yfir pari. Eins og fyrr segir hefur Kristján Þór nú þegar tryggt sér stigameistaratitilinn, en mikil spenna er kvennamegin. Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, eru á samtals 150 höggum og leiða eftir hringina tvo, en þær eru samtals á átta yfir pari. Karen er efst á stigalistanum fyrir mótið og er í góðri stöðu fyrir lokadaginn. Í þriðja sæti er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, á samtals 153 höggum eða ellefu yfir pari. Á morgun fer fram lokahringurinn, en lokahollin fara út í kringum tíu þannig lokatölur eru væntanlegar um tvö leytið. Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Gísli Sveinbergsson, GK, Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. Gísli Sveinbergsson, kylfingurinn efnilegi úr GK, er í fyrsta sæti hjá körlunum eftir fyrstu tvo hringina, en Gísli er að berjast um að hirða annað sætið á stigamótaröðinni. Gísli hefur samtals leikið hringina tvo samtals á einu höggi undir pari; 70 og 71. Næstir koma þeir Andri Már Óskarsson, GHR, og stigameistarinn Kristján Þór Einarsson, GKJ, en þeir eru báðir á samtals 143 höggum, einu yfir pari. Eins og fyrr segir hefur Kristján Þór nú þegar tryggt sér stigameistaratitilinn, en mikil spenna er kvennamegin. Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, eru á samtals 150 höggum og leiða eftir hringina tvo, en þær eru samtals á átta yfir pari. Karen er efst á stigalistanum fyrir mótið og er í góðri stöðu fyrir lokadaginn. Í þriðja sæti er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, á samtals 153 höggum eða ellefu yfir pari. Á morgun fer fram lokahringurinn, en lokahollin fara út í kringum tíu þannig lokatölur eru væntanlegar um tvö leytið.
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira