Silungsveiðin ennþá í gangi fyrir norðan Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2014 20:36 Mynd www.svak.is Þrátt fyrir að haustið sé aðeins farið að minna á sig er ennþá hægt að gera góða veiði í silungsánum fyrir norðan. Veiðisvæðin sem Stangaveiðifélag Akureyrar er með á sínum snærum eru opin og september er oft drjúgur í veiði, sérstaklega eftir sumar eins og í ár þegar árnar voru oft á tíðum erfiðar viðureignar vegna vatnavaxta frameftir júlímánuði. Öll svæði Svarfaðardalsár eru opin til 10. september, þar hefur verið ágæt veiði í sumar og ennþá hægt að krækja sér i veiðileyfi. Á fimmta hundruð bleikja úr Svarfaaðardalsá eru þegar skráðar í veiðibók SVAK. Hörgá er opin út septembermánuð fyrir utan að svæði 1 og svæði 2 og 5 b loka 10.september. Nú eru um 300 bleikjur skráðar í veiðibókina en líklegt að margir eigi eftir að skila inn veiðitölum. Síðasti veiðidagur sem SVAK bíður uppá í Ólafsfjarðará þetta árið er 15.september. Um 200 bleikjur eru nú þegar skráðar í veiðibók SVAK. Hofsá í Skagafirði hefur lítið verið reynd í sumar og er því vel hvíld fyrir þá sem langar að skreppa í haustveiði í Vesturdalinn. Áin er opin til 4.oktober. Á haustdögum er góðar líkur á að Hofsáin sé tær og því fýsilegur kostur. Silungasvæði Skjálfandafljóts eru opin til 15.september. Flestar bleikjur er skráðar í Vesturbakka brú-ós. Fjarðará í Hvalvatnsfirði er veiðimönnum opin til 30.september. Lengi var ófært útí Fjörður en ekki var opnað fyrr en 5.ágúst og gerði ófært eftir það líka. En nú er færðin fín og um 80 bleikjur hafa komið uppúr ánni í sumar samkvæmt veiðibók SVAK. Svæðin á Hrauni og Syðra-Fjalli eru opin til 10. september. Ágætis veiði hefur verið þar og laxinn orðinn meira áberandi en verið hefur. Nú er slýrek að mestu hætt og besti tíminn runninn upp til að setja í stóru urriðahængana sem eru að verja svæðin sín. Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði
Þrátt fyrir að haustið sé aðeins farið að minna á sig er ennþá hægt að gera góða veiði í silungsánum fyrir norðan. Veiðisvæðin sem Stangaveiðifélag Akureyrar er með á sínum snærum eru opin og september er oft drjúgur í veiði, sérstaklega eftir sumar eins og í ár þegar árnar voru oft á tíðum erfiðar viðureignar vegna vatnavaxta frameftir júlímánuði. Öll svæði Svarfaðardalsár eru opin til 10. september, þar hefur verið ágæt veiði í sumar og ennþá hægt að krækja sér i veiðileyfi. Á fimmta hundruð bleikja úr Svarfaaðardalsá eru þegar skráðar í veiðibók SVAK. Hörgá er opin út septembermánuð fyrir utan að svæði 1 og svæði 2 og 5 b loka 10.september. Nú eru um 300 bleikjur skráðar í veiðibókina en líklegt að margir eigi eftir að skila inn veiðitölum. Síðasti veiðidagur sem SVAK bíður uppá í Ólafsfjarðará þetta árið er 15.september. Um 200 bleikjur eru nú þegar skráðar í veiðibók SVAK. Hofsá í Skagafirði hefur lítið verið reynd í sumar og er því vel hvíld fyrir þá sem langar að skreppa í haustveiði í Vesturdalinn. Áin er opin til 4.oktober. Á haustdögum er góðar líkur á að Hofsáin sé tær og því fýsilegur kostur. Silungasvæði Skjálfandafljóts eru opin til 15.september. Flestar bleikjur er skráðar í Vesturbakka brú-ós. Fjarðará í Hvalvatnsfirði er veiðimönnum opin til 30.september. Lengi var ófært útí Fjörður en ekki var opnað fyrr en 5.ágúst og gerði ófært eftir það líka. En nú er færðin fín og um 80 bleikjur hafa komið uppúr ánni í sumar samkvæmt veiðibók SVAK. Svæðin á Hrauni og Syðra-Fjalli eru opin til 10. september. Ágætis veiði hefur verið þar og laxinn orðinn meira áberandi en verið hefur. Nú er slýrek að mestu hætt og besti tíminn runninn upp til að setja í stóru urriðahængana sem eru að verja svæðin sín.
Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði