Mahindra í samstarf með PSA og Saab Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2014 12:52 Mahindra XUV500 jeppi. Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra leitar nú samstarfs við franska bílasmiðinn PSA Peugeot/Citroën og sænska framleiðandann Saab. Ástæða þess er minnkandi sala Mahindra bíla í heimalandinu og skortur á alþjóðlegum sýnileika. Þetta samstarf þessara þriggja aðila getur komið þeim öllum til góða. PSA vill aftur komast að þeim gríðarstóra markaði sem Indland er og eigendur Saab leita fjármagns til að geta haldið áfram framleiðslu og þróun bíla sinna að rafmagnsvæðingu drifbúnaðar þeirra. Mahindra fær auk þess aukinn trúverðugleika heima fyrir og aðgang að tækni sem bæði PSA og Saab búa yfir. PSA keppti á indverska bílamarkaðnum til ársins 1990 en hætti þá sölu bíla sinna þar. PSA ætlaði að reisa verksmiðju í Indlandi árið 2011 en hætti við vegna fjárhagserfiðleika heimafyrir. Mahindra & Mahindra á kóreska bílaframleiðandann SsangYong, en bílar þess merkis eru seldir í Evrópu, svo sem í Bílabúð Benna. Mahindra & Mahindra hyggur einnig á markaðssókn bíla sinna í Evrópu og þetta samstarf mun hjálpa til við þá sókn. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra leitar nú samstarfs við franska bílasmiðinn PSA Peugeot/Citroën og sænska framleiðandann Saab. Ástæða þess er minnkandi sala Mahindra bíla í heimalandinu og skortur á alþjóðlegum sýnileika. Þetta samstarf þessara þriggja aðila getur komið þeim öllum til góða. PSA vill aftur komast að þeim gríðarstóra markaði sem Indland er og eigendur Saab leita fjármagns til að geta haldið áfram framleiðslu og þróun bíla sinna að rafmagnsvæðingu drifbúnaðar þeirra. Mahindra fær auk þess aukinn trúverðugleika heima fyrir og aðgang að tækni sem bæði PSA og Saab búa yfir. PSA keppti á indverska bílamarkaðnum til ársins 1990 en hætti þá sölu bíla sinna þar. PSA ætlaði að reisa verksmiðju í Indlandi árið 2011 en hætti við vegna fjárhagserfiðleika heimafyrir. Mahindra & Mahindra á kóreska bílaframleiðandann SsangYong, en bílar þess merkis eru seldir í Evrópu, svo sem í Bílabúð Benna. Mahindra & Mahindra hyggur einnig á markaðssókn bíla sinna í Evrópu og þetta samstarf mun hjálpa til við þá sókn.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent