Tesla reisir risarafhlöðuverksmiðju í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 10:33 Teikning af risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada sem veita mun 6.500 manns störf. Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent