Stórlaxahrota hjá síðasta holli í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2014 11:38 Bjarki Jóhannesson með stærsta laxinn í hollinu sem var 105 sm og veiddist í Dalsárós Haustið er mjög vinsæll tími í þeim ám þar sem veiðimenn geta átt von á stórlaxi enda fara stóru hængarnir af stað og verða tökuglaðir þegar þeir eru að detta í hrygningarham. Víðidalsá er ein af þessum ám sem nýtur mikilla vinsælda í haustveiði og síðasta holl sem lauk veiðum í gær lenti heldur betur í stórveiði en samtals landaði hollið 28 löxum og mest af því stórlax. Sá stærsti til þessa 103 cm og 55cm í ummál. Bjarki Jóhannesson var klukkutíma og korter að landa þessum höfðingja í Dalsárósi sem tók 1/2" Frigga. Valgarð Ragnarsson tók einn 96 sm úr Agnesarhyl, Rö-gnvaldur Jónsson tók 86 sm hrygnu í Efri Kæli og svo tók Jóhann K. Jóhannsson eina 84 sm hrygnu í Dalsárós. Öllum löxunum er að sjálfsögðu sleppt eftir viðureignina. Víðidalsá hefur gefið 517 laxa í sumar og september hefur oft reynst drjúgur mánuður svo það má alveg reikna með að áin gæti náð 600 löxum. Sumarið 2013 veiddust 909 laxar í ánni. Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði
Haustið er mjög vinsæll tími í þeim ám þar sem veiðimenn geta átt von á stórlaxi enda fara stóru hængarnir af stað og verða tökuglaðir þegar þeir eru að detta í hrygningarham. Víðidalsá er ein af þessum ám sem nýtur mikilla vinsælda í haustveiði og síðasta holl sem lauk veiðum í gær lenti heldur betur í stórveiði en samtals landaði hollið 28 löxum og mest af því stórlax. Sá stærsti til þessa 103 cm og 55cm í ummál. Bjarki Jóhannesson var klukkutíma og korter að landa þessum höfðingja í Dalsárósi sem tók 1/2" Frigga. Valgarð Ragnarsson tók einn 96 sm úr Agnesarhyl, Rö-gnvaldur Jónsson tók 86 sm hrygnu í Efri Kæli og svo tók Jóhann K. Jóhannsson eina 84 sm hrygnu í Dalsárós. Öllum löxunum er að sjálfsögðu sleppt eftir viðureignina. Víðidalsá hefur gefið 517 laxa í sumar og september hefur oft reynst drjúgur mánuður svo það má alveg reikna með að áin gæti náð 600 löxum. Sumarið 2013 veiddust 909 laxar í ánni.
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði