Golf

Birgir Leifur meðal efstu manna á Willis Masters

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson er meðal efstu manna eftir annnan keppnisdag á Willis Masters mótinu sem er hluti af Nodrea atvinnumótaröðinni.

Birgir Leifur fór gríðarlega vel af stað í gær og fékk sex fugla á seinni níu holum vallarins. Hann fylgdi því eftir með því að fá fimm fugla í röð á fyrri níu holunum í dag.

Birgir situr í 4. sæti, þremur höggum á eftir Oscar Zetterwall sem er efstur á tólf höggum undir pari þegar tveimur keppnisdögum er lokið.

Ólafur Björn Loftsson hefur lokið leik á mótinu en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni. Ólafur sem lék á sex höggum yfir pari í gær kom inn á fjórum höggum yfir pari í dag.

Þá hefur Axel Bóasson einnig lokið leik en hann átti dapran dag í dag. Axel lék á einu höggi undir pari fyrri daginn en kom inn í dag á 9 höggum yfir pari og missti af niðurskurðinum.


Tengdar fréttir

Birgir Leifur fer vel af stað

Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað á Willis Masters golfmótinu á Kokkedal golfvellinum í Danmörku í dag en hann kom inn á fimm höggum undir pari. Ólafur Björn Loftsson og Axel Bóasson eru einnig meðal keppenda en mótið er hluti af Nodrea atvinnumótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×