Selur Audi fleiri bíla en BMW í ár? Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 15:15 Audi TT árgerð 2015. Svo litlu munar á þýsku bílaframleiðendunum Audi og BMW í sölu þar sem af er ári að svo gæti farið að Audi velti BMW af stallinum stærsti lúxusbílaframleiðandinn áður en árið er liðið. BMW hefur selt 1,02 milljónir bíla á fyrstu 7 mánuðum ársins en Audi 1.01 milljónir bíla. Það munar því aðeins um 10.000 bílum. Mercedes Benz er svo nokkru á eftir hinum tveimur þýsku framleiðendunum með 0,91 milljón bíla selda. Forstjóri Audi segir að fyrirtækið ætli að selja 1,7 milljón bíla í ár og hefur fyrirtækið aldrei selt svo marga bíla á ári. Tilkoma nýs Audi TT á næstunni mun ennfremur hressa upp á góða sölu Audi og væntir hann mikils af þeim bíl. Vel hefur gengið í sölu Audi bíla á flestum mörkuðum, nema í Rússlandi, en þar gengur reyndar fæstum illa sem stendur. Sala Audi í ágúst var mjög góð en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir enn. Sérstaklega gekk vel að selja í Bandaríkjunum og Kína. Endurnýjun á stærri bílum Audi stendur fyrir dyrum, þ.e. á bílunum A5, A6, A7 og A8 og munu einhverjir þeirra koma á markað á næsta ári. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Svo litlu munar á þýsku bílaframleiðendunum Audi og BMW í sölu þar sem af er ári að svo gæti farið að Audi velti BMW af stallinum stærsti lúxusbílaframleiðandinn áður en árið er liðið. BMW hefur selt 1,02 milljónir bíla á fyrstu 7 mánuðum ársins en Audi 1.01 milljónir bíla. Það munar því aðeins um 10.000 bílum. Mercedes Benz er svo nokkru á eftir hinum tveimur þýsku framleiðendunum með 0,91 milljón bíla selda. Forstjóri Audi segir að fyrirtækið ætli að selja 1,7 milljón bíla í ár og hefur fyrirtækið aldrei selt svo marga bíla á ári. Tilkoma nýs Audi TT á næstunni mun ennfremur hressa upp á góða sölu Audi og væntir hann mikils af þeim bíl. Vel hefur gengið í sölu Audi bíla á flestum mörkuðum, nema í Rússlandi, en þar gengur reyndar fæstum illa sem stendur. Sala Audi í ágúst var mjög góð en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir enn. Sérstaklega gekk vel að selja í Bandaríkjunum og Kína. Endurnýjun á stærri bílum Audi stendur fyrir dyrum, þ.e. á bílunum A5, A6, A7 og A8 og munu einhverjir þeirra koma á markað á næsta ári.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent