Þrjár milljónir Cruze á 6 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 10:15 Svona mun 2015 árgerðin af Cruze líta út. Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent