500 hestafla Alfa Romeo Giulia GTA Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 08:45 Alfa Romeo Mito GTA. Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Þrátt fyrir brösótt gengi Alfa Romeo eru áætlanir eiganda þess, Fiat brattar. Sú nýjasta er sú að Alfa Romeo ætli að kynna kraftaútgáfu Giulia bílsins. Sá bíll á að keppa við BMW M3 og Mercedes Benz C63 AMG, sem allir eru tiltölulega litlir bílar með ógnarafl. Þeirra öflugastur yrði þó þessi Giulia GTA með 500 hestöfl frá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum. BMW M3 er 425 hestöfl og Mercedes Benz C63 AMG er 451 hestafl. Þessi vél sem sett yrði í Giulia GTA er framleidd hjá Ferrari og má finna í Maserati Ghibli nú. Síðast er Alfa Romeo notaði GTA stafina, sem hafa ávallt staðið á öflugustu bílum Alfa Romeo, var í tilraunabílnum Alfa Romeo Mito GTA sem kynntur var á bílsýningunni í Genf árið 2009. Frægasti bíll Alfa Romeo með þessa stafi er hinsvegar Guilia Sprint GTA sem Alfa Romeo framleiddi á sjöunda áratugnum.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent