N-Kórea skuldar Volvo 46 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 09:22 Árið 1974 sendi Volvo 1.000 bíla af gerðinni Volvo 144 til Norður Kóreu en hefur aldrei fengið greitt fyrir þá. Þessi skuld hefur safnað drjúgum vöxtum og Volvo reiknast til að N-Kóreska ríkið skuldi fyrirtækinu 46 milljarða króna nú fyrir þessa bíla. Forsaga málsins er sú að meðlimir stjórnmálaflokka til vinstri í sænskum stjórnmálum börðust fyrir því að Svíar hæfu viðskipti við N-Kóreu enda hafði orðið mikill viðsnúningur í efnahag landsins á sjönda áratugnum og í upphafi þess áttunda. Volvo var eitt fyrsta sænska fyrirtækið til að hoppa á þennan vagn og lánaði N-kóreska ríkinu fyrir öllum þessum bílum, en hefur líklega séð eftir því allar götur síðan. Mjög stór hluti þessara bíla er enn í notkun í N-Kóreu og vel með þá farið, enda eru þeir einir af fáum bílum sem aka um stræti N-Kóreu. Sjást þeir gjarnan á þeim fáu myndum sem frá landinu lokaða koma. Er það helst til marks um gæði þessara bíla að þeir skuli enn flestir þjóna eigendum sínum 40 seinna. Ef til vill ein besta auglýsing sem Volvo bílar geta fengið. Skuldin stendur þó sem fyrr og verður líklega aldrei greidd. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent
Árið 1974 sendi Volvo 1.000 bíla af gerðinni Volvo 144 til Norður Kóreu en hefur aldrei fengið greitt fyrir þá. Þessi skuld hefur safnað drjúgum vöxtum og Volvo reiknast til að N-Kóreska ríkið skuldi fyrirtækinu 46 milljarða króna nú fyrir þessa bíla. Forsaga málsins er sú að meðlimir stjórnmálaflokka til vinstri í sænskum stjórnmálum börðust fyrir því að Svíar hæfu viðskipti við N-Kóreu enda hafði orðið mikill viðsnúningur í efnahag landsins á sjönda áratugnum og í upphafi þess áttunda. Volvo var eitt fyrsta sænska fyrirtækið til að hoppa á þennan vagn og lánaði N-kóreska ríkinu fyrir öllum þessum bílum, en hefur líklega séð eftir því allar götur síðan. Mjög stór hluti þessara bíla er enn í notkun í N-Kóreu og vel með þá farið, enda eru þeir einir af fáum bílum sem aka um stræti N-Kóreu. Sjást þeir gjarnan á þeim fáu myndum sem frá landinu lokaða koma. Er það helst til marks um gæði þessara bíla að þeir skuli enn flestir þjóna eigendum sínum 40 seinna. Ef til vill ein besta auglýsing sem Volvo bílar geta fengið. Skuldin stendur þó sem fyrr og verður líklega aldrei greidd.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent