Spá þreföldun álnotkunar í bíla til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 11:15 Ford F-150 pallbíllinn er nú að miklu leiti smíðaður úr áli. Einn stærsti álframleiðandi í heiminum, Novelis Inc., spáir því að notkun áls hjá bílaframleiðendum muni þrefaldast á næstu 6 árum. Núna notar bíliðnaðurinn 9% af öllu framleiddu áli, en spá Novelis gerir ráð fyrir að sú tala fari uppí 25% árið 2020. Stærsti hluti álframleiðslu heimsins í dag fer í einnota áldósir fyrir drykkjarvöru og nemur 60% álframleiðslunnar. Hún færi niður í 50% ef spá Novelis um aukna notkun í bíla stenst. Gríðarlegt magn áls fer nú í framleiðslu á söluhæsta bílnum í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbílnum og sú ákvörðun Ford að nota mikið ál í hann í stað stáls gæti haft keðjuverkandi áhrif til aukinnar notkunar þess. Land Rover er nú að auka mjög notkun áls í bíla sína og Audi hefur til langs tíma notað mikið ál í sína bíla. Mikil pressa er á bílaframleiðendum að minnka eyðslu og losun eiturefna í bílum sínum og ein einfaldasta aðferðin er að létta bílana með notkun áls í stað stáls. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Einn stærsti álframleiðandi í heiminum, Novelis Inc., spáir því að notkun áls hjá bílaframleiðendum muni þrefaldast á næstu 6 árum. Núna notar bíliðnaðurinn 9% af öllu framleiddu áli, en spá Novelis gerir ráð fyrir að sú tala fari uppí 25% árið 2020. Stærsti hluti álframleiðslu heimsins í dag fer í einnota áldósir fyrir drykkjarvöru og nemur 60% álframleiðslunnar. Hún færi niður í 50% ef spá Novelis um aukna notkun í bíla stenst. Gríðarlegt magn áls fer nú í framleiðslu á söluhæsta bílnum í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbílnum og sú ákvörðun Ford að nota mikið ál í hann í stað stáls gæti haft keðjuverkandi áhrif til aukinnar notkunar þess. Land Rover er nú að auka mjög notkun áls í bíla sína og Audi hefur til langs tíma notað mikið ál í sína bíla. Mikil pressa er á bílaframleiðendum að minnka eyðslu og losun eiturefna í bílum sínum og ein einfaldasta aðferðin er að létta bílana með notkun áls í stað stáls.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent