Bensínlítrinn á 107 krónur í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2014 09:34 Bandaríkjamenn dæla bensíninu glaðari en íbúar margra annarra heimshluta. Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Verð á bensíni hefur verið á niðurleið í Bandaríkjunum að undaförnu og ekki verið lægra á þessum tíma árs frá því árið 2010. Meðalverð á galloni bensíns er nú 3,45 dollarar, eða 107 krónur á hvern lítra. Er það innan við 44% af bensínverði hér á landi. Bensínverð vestanhafs hefur lækkað um fjórðung dollars frá því í júní, eða um ríflega 7%. Samsvarandi lækkun hérlendis myndi breyta bensínverði úr 244 í 227 krónur. Helsta ástæðan fyrir lækkun bensínverðs í Bandaríkjunum nú er lækkun verðs á olíu sem unnin er í Norðusjó. Einnig hefur aukin framleiðsla á olíu frá Líbíu haft áhrif til lækkunar verðs. Það eru því ekki innlendar ástæður sem liggja að baki lækkun bensínverðs vestanhafs.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent