Gísli: Á skalanum 1-10 var þetta 9,9 Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2014 19:17 Gísla Sveinbergssyni, hinum bráðefnilega 17 ára gamla kylfingi úr Keili, var fagnað á heimavelli sínum í dag eftir að hann sneri heim með Duke of York-bikarinn. Gísli varð þriðji Íslendingurinn á síðustu fimm árum sem vinnur þetta gríðarlega sterka og virta ungmennamót þar sem aðeins keppa landsmeistarar.Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Gísla eftir veisluna í Keilishúsinu í dag og spurði fyrst hversu gaman þetta var. „Á skalanum 1-10 var þetta 9,9. Þetta var rosalega gaman. Það er alltaf gaman að spila í Skotlandi. Allir kylfingarnir þarna voru frábærir enda landsmeistarar og að standa uppi sem sigurvegari var geðveikt,“ sagði Gísli, en bjóst hann við sigri? „Gummi [Guðmundur Ágúst Kristjánsson 2010] og Raggi [Ragnar Már Garðarsson 2012] voru búnir að ryðja brautina fyrir migog sýna að þetta er hægt. Ég fór bara inn í vikuna vitandi að ég gæti unnið og svo vann ég.“ „Ég var mjög stöðugur eins og ég hef verið í allt sumar. Ég hitti mikið af brautum og margar flatir, púttin voru góð og allt bara gott,“ sagði Gísli, en hversu hátt stefnir hann? „Ég stefni að því að fara alla leið; eins langt og ég kemst. Ég ætla byrja á því að fara í háskóla og vonandi gerist maður síðan atvinnumaður og kemst inn á einhverja mótaröð.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Gísli vann Duke of York-mótið Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. 18. september 2014 14:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Gísla Sveinbergssyni, hinum bráðefnilega 17 ára gamla kylfingi úr Keili, var fagnað á heimavelli sínum í dag eftir að hann sneri heim með Duke of York-bikarinn. Gísli varð þriðji Íslendingurinn á síðustu fimm árum sem vinnur þetta gríðarlega sterka og virta ungmennamót þar sem aðeins keppa landsmeistarar.Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Gísla eftir veisluna í Keilishúsinu í dag og spurði fyrst hversu gaman þetta var. „Á skalanum 1-10 var þetta 9,9. Þetta var rosalega gaman. Það er alltaf gaman að spila í Skotlandi. Allir kylfingarnir þarna voru frábærir enda landsmeistarar og að standa uppi sem sigurvegari var geðveikt,“ sagði Gísli, en bjóst hann við sigri? „Gummi [Guðmundur Ágúst Kristjánsson 2010] og Raggi [Ragnar Már Garðarsson 2012] voru búnir að ryðja brautina fyrir migog sýna að þetta er hægt. Ég fór bara inn í vikuna vitandi að ég gæti unnið og svo vann ég.“ „Ég var mjög stöðugur eins og ég hef verið í allt sumar. Ég hitti mikið af brautum og margar flatir, púttin voru góð og allt bara gott,“ sagði Gísli, en hversu hátt stefnir hann? „Ég stefni að því að fara alla leið; eins langt og ég kemst. Ég ætla byrja á því að fara í háskóla og vonandi gerist maður síðan atvinnumaður og kemst inn á einhverja mótaröð.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Gísli vann Duke of York-mótið Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. 18. september 2014 14:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Gísli vann Duke of York-mótið Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. 18. september 2014 14:00