Harleyinn hans Peter Fonda úr Easy Rider til sölu Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 15:11 Hjólið góða úr Easy Rider myndinni. Fá mótorhjól eru frægari en þessi Harley Davidson úr kvikmyndinni Easy Rider frá árinu 1969. Það var Peter Fonda sem ók um á þessum fák, en aðrir þekktir leikarar í þessari mynd voru Dennis Hopper og Jack Nicholson. Hjólið fræga verður boðið upp í Kaliforníu á næstunni og búist er við því að 1,2 milljónir dollara fáist fyrir það, eða hátt í 150 milljónir króna. Útliti hjólsins er að mestu frá Peter Fonda sjálfum komið, hann vildi hafa þetta heljarlanga stýri, mála bensíntankinn í fánalitunum bandarísku og heilmikið króm. Smíðuð voru fjögur svona hjól fyrir myndina, en þremur þeirra var stolið og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Eftir að tökur á myndinni voru afstaðnar afhenti Peter Fonda þeim sem viðhaldið hafði því meðan á tökum stóð, Dan nokkrum Haggerty. Hann átti það heillengi og hélt því vel við en á endanum fékk það pláss á Motorcycle Museum í Iowa fylki. Það var svo Michael Eisenberg sem keypti hjólið og hefur nú ákveðið að selja það hæstbjóðanda. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Fá mótorhjól eru frægari en þessi Harley Davidson úr kvikmyndinni Easy Rider frá árinu 1969. Það var Peter Fonda sem ók um á þessum fák, en aðrir þekktir leikarar í þessari mynd voru Dennis Hopper og Jack Nicholson. Hjólið fræga verður boðið upp í Kaliforníu á næstunni og búist er við því að 1,2 milljónir dollara fáist fyrir það, eða hátt í 150 milljónir króna. Útliti hjólsins er að mestu frá Peter Fonda sjálfum komið, hann vildi hafa þetta heljarlanga stýri, mála bensíntankinn í fánalitunum bandarísku og heilmikið króm. Smíðuð voru fjögur svona hjól fyrir myndina, en þremur þeirra var stolið og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Eftir að tökur á myndinni voru afstaðnar afhenti Peter Fonda þeim sem viðhaldið hafði því meðan á tökum stóð, Dan nokkrum Haggerty. Hann átti það heillengi og hélt því vel við en á endanum fékk það pláss á Motorcycle Museum í Iowa fylki. Það var svo Michael Eisenberg sem keypti hjólið og hefur nú ákveðið að selja það hæstbjóðanda.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent